Vorverkin í sveitinni í janúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 20:45 Góð tíð undanfarnar vikur hefur komið bændum sérstaklega vel því einhverjir þeirra eru farnir að sinna vorverkum eins og að girða og vinna í flögum. Ingvar Jóhannsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi segir einstakt að geta unnið mikið úti við á þessum árstíma þegar ekkert frost er í jörðu. Helgarnar frá því í haust hafa verið notaðar í girðingarvinnu á Sólheimum enda veðrið verið bændum á svæðinu einstaklega hagstætt. Nú er verið að girða fyrir svokallaðar blóðmerar á Sólheimum en það eru merar sem tekið er blóð úr í lyfjagerð. „Já, þetta undirbýr vorið mjög vel að geta dreift þessu yfir allan veturinn og gert vorverkin núna, þá er minna álag í vor. Ég er vel mannaður í girðingarvinnuna, það léttir á öllu en við erum búnir að vera að girða 150 til 200 hektara núna í haust og vetur og á því svæði verða um 50 blóðmerar,“ segir Ingvar. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi.Ingvar hefur fengið góða aðstoð við girðingarvinnuna frá vinum og vandamönnum en sá sem kemur sterkastur þar inn er tengdapabbi hans, Hallgrímur Birkisson, alvanur girðingamaður. „Ég hef einu sinni girt áður í janúar en þá var ekki eins góð tíð og núna. Núna er náttúrulega einstök tíð að gera öll búverk í rauninni, hvort sem það er að plægja, girða og laga girðingar. Það er óskaplegur munur ef bændur geta gert þetta á þessum tíma árs,“ segir Hallgrímur og bætir við að veðurfar hafi breyst mikið á Íslandi, enda muni hann eftir sem krakki að þá hafi verið snjóskaflar upp á húsþök, það sé ekki lengur. Hallgrímur segist spá því að við sjáum fljótlega af góða veðrinu og þá komi alvöru vetur í nokkrar vikur. „Það kemur vetur á þorra, þá fáum við frostakafla og svolítið af snjó, það getur ekki annað verið.“Hallgrímur Birkisson, tengdapabbi Ingvars og girðingamaður með meiru. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Góð tíð undanfarnar vikur hefur komið bændum sérstaklega vel því einhverjir þeirra eru farnir að sinna vorverkum eins og að girða og vinna í flögum. Ingvar Jóhannsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi segir einstakt að geta unnið mikið úti við á þessum árstíma þegar ekkert frost er í jörðu. Helgarnar frá því í haust hafa verið notaðar í girðingarvinnu á Sólheimum enda veðrið verið bændum á svæðinu einstaklega hagstætt. Nú er verið að girða fyrir svokallaðar blóðmerar á Sólheimum en það eru merar sem tekið er blóð úr í lyfjagerð. „Já, þetta undirbýr vorið mjög vel að geta dreift þessu yfir allan veturinn og gert vorverkin núna, þá er minna álag í vor. Ég er vel mannaður í girðingarvinnuna, það léttir á öllu en við erum búnir að vera að girða 150 til 200 hektara núna í haust og vetur og á því svæði verða um 50 blóðmerar,“ segir Ingvar. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi.Ingvar hefur fengið góða aðstoð við girðingarvinnuna frá vinum og vandamönnum en sá sem kemur sterkastur þar inn er tengdapabbi hans, Hallgrímur Birkisson, alvanur girðingamaður. „Ég hef einu sinni girt áður í janúar en þá var ekki eins góð tíð og núna. Núna er náttúrulega einstök tíð að gera öll búverk í rauninni, hvort sem það er að plægja, girða og laga girðingar. Það er óskaplegur munur ef bændur geta gert þetta á þessum tíma árs,“ segir Hallgrímur og bætir við að veðurfar hafi breyst mikið á Íslandi, enda muni hann eftir sem krakki að þá hafi verið snjóskaflar upp á húsþök, það sé ekki lengur. Hallgrímur segist spá því að við sjáum fljótlega af góða veðrinu og þá komi alvöru vetur í nokkrar vikur. „Það kemur vetur á þorra, þá fáum við frostakafla og svolítið af snjó, það getur ekki annað verið.“Hallgrímur Birkisson, tengdapabbi Ingvars og girðingamaður með meiru.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira