Innlent

Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar laust fyrir klukkan þrjú í nótt en hún tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar.
Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar laust fyrir klukkan þrjú í nótt en hún tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar. Vísir/Ernir
Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu á milli Ólafsvíkur og Rifs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands.

Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar laust fyrir klukkan þrjú í nótt en hún tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar.

Sjúkrabíll flutti sjúklingana á flugvöllinn á Rifi en þar lenti TF-LIF um fjögurleytið í nótt. Þyrlan flutti hina slösuðu til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×