Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2019 21:00 Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Gallup vann könnun fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í febrúar og mars þar sem spurt var hvort þátttakendur væru andvígir eða hlynntir því að ráðherra gæfi út leyfi til áframhaldandi veiða á langreyði. 37,8% sögðust andvíg, 38% sögðust hlynnt og 24,2% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samtökin létu gera sambærilega könnun í október og nóvember á síðasta ári en þá sögðust 35,7% vera andvíg, 35,1% hlynnt og 29,2% hvorki né. Í maí í fyrra gerði Gallup aðra könnun fyrir Jarðarvini þar sem spurt var hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir veiðum á langreyðum sem hefjast ættu um sumarið. Þá sögðust tæp 40% vera því hlynntir, rétt rúm 30% andvíg og tæp 30% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði. 47% karla og 28% kvenna segjast hlynnt, en 36% karla segjast andvígir og 39% kvenna. 17% karla segjast hvorki hlynntir né andvígir og 33% kvenna. Þá er ungt fólk líklegra til að vera andvígt áframhaldandi veiðum. Í aldurshópnum 18 til 24 ára segjast 22% vera hlynnt, 38% andvíg en 40% hvorki né. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Gallup vann könnun fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í febrúar og mars þar sem spurt var hvort þátttakendur væru andvígir eða hlynntir því að ráðherra gæfi út leyfi til áframhaldandi veiða á langreyði. 37,8% sögðust andvíg, 38% sögðust hlynnt og 24,2% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samtökin létu gera sambærilega könnun í október og nóvember á síðasta ári en þá sögðust 35,7% vera andvíg, 35,1% hlynnt og 29,2% hvorki né. Í maí í fyrra gerði Gallup aðra könnun fyrir Jarðarvini þar sem spurt var hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir veiðum á langreyðum sem hefjast ættu um sumarið. Þá sögðust tæp 40% vera því hlynntir, rétt rúm 30% andvíg og tæp 30% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði. 47% karla og 28% kvenna segjast hlynnt, en 36% karla segjast andvígir og 39% kvenna. 17% karla segjast hvorki hlynntir né andvígir og 33% kvenna. Þá er ungt fólk líklegra til að vera andvígt áframhaldandi veiðum. Í aldurshópnum 18 til 24 ára segjast 22% vera hlynnt, 38% andvíg en 40% hvorki né.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00
Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57