Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 13:30 Ísraelar í Tel Aviv eru almennt ósáttir við uppákomu Hatara en það er þó ekki algilt. Vísir Hinn almenni Ísraeli er ekki sáttur við framkomu Hatara í Eurovision í gær. Eins er frægt er oðið héldu nokkrir liðsmenn sveitarinnar fánum Palestínu á lofti þegar stigin til Íslands voru kynnt í gær. Um helmingur Ísraela sem blaðamenn Vísis stöðvuðu á ströndinni og spurðu út í athæfi Hatarar vissu um hvað verið væri að ræða, og höfðu á því skoðun.Myndbandsviðtal við Ísraelana má sjá neðst í fréttinni.Alon var í hópi vina á leiðinni á ströndina. Annar tveggja í fimm manna hópi sem horfði á keppnina í gær.Vísir/SÁPÖfgafull framkoma „Mér fannst þetta öfgafullt. Ég held að Eurovision eigi að vera hlutlaus vettvangur. En þetta gerðist. Hvað getum við gert?“ segir Alon, ungur ísraelskur karlmaður, sem er búsettur í Tel Aviv. „En Madonna notaði svo líka fána Palestínu og Ísraels en það var til að segja að við værum vinir og svoleiðis.“ Hann vill meina að Eurovision hefði verið alveg jafngóð án uppátækis íslensku sveitarinnar. En svona gerist.Þessi eldri kona var á göngu með vinkonu sinni nærri hóteli íslenska hópsins.Vísir/SÁPEf arbabarnir halda friðinn þá skjótum við ekki Eldri kona frá Ísrael vissi vel um atriði Ísland í Eurovision. „Ertu að spyrja út í fánaatriðið? Það var ekki gott. Uppátækið var mjög slæmt.“ Hún segist hafa verið reið. „Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum?“ Hún telur skilaboðin ekki hafa verið góð. „Af hverju? Við drepum ekki araba. Þeir drepa okkur.“ Ef Palestínumenn haldi friðinn sé allt í góðu. „Ef þeir hegða sér vel þá skjótum við þá ekki.“Danielle elskaði framlagið en ekki framkomuna.Vísir/SÁPLagið frábært en framkoman hörmung Danielle frá ísraelsku borginni Netanya sagðist hafa séð Hatrið mun sigra. „Það var gott. Mér fannst hollenska lagið ekki gott. Íslenska lagið átti að vinna.“ Hún hafði þó aðra skoðun á framtaki Hatara yfir stigagjöfinni. „Já, ég sá það og það var alls ekki gott. Það er vandamál. Algjör hörmung.“Lillian var á göngu með vinkonu sinni og sagði Hatara dæmi um fólk sem elski að baða sig í sviðsljósinu.Vísir/SÁPTelur Hatara elska sviðsljósið „Þetta átti alls ekki við og hljómsveitin ætti að skammast sín,“ segir Lillian sem er frá Ísrael en búsett í Belgíu. „Fólk er svona. Vill baða sig í sviðsljósinu. Nú er Ísland á forsíðu blaðanna.“ Hún leggur áherslu á að þetta sé hennar persónulega skoðun sem manneskja, óháð trúarbrögðum. „Það skiptir engu hvort ég er gyðingur, kaþólsk eða múslimi. Trúin skiptir engu máli.“Moria fagnaði framtaki Hatara og trúir á að deila Ísraela og Palestínumanna leysist einn daginn og friður skapist.Vísir/SÁPTrúir á friðinn og fagnar Hatara Moria frá Ísrael var jákvæðust af þeim sem Vísir ræddi við í Tel Aviv. Hún talar fyrir friði og trúir að hann náist einn góðan veðurdag. „Já, ég sá íslenska atriðið og fannst það mjög gott. Ég kann að meta nánast öll lögin sem voru flutt í gær.“ Hún tók eftir því þegar Hatari veifaði palestínska fánanum. „Já, ég sá það. Mér fannst það mjög flott. Ég elska fólk og frið, öll lönd.“ Hún telur að Ísland muni koma vel út úr símakosningunni á næsta ári. Ísraelar séu þó almennt ekki ánægðir með framkomu Hatara. „Það er vandamál í Ísrael. Ég elska alla en hér ríkir ekki friður. Öllum líkar ekki við alla. Þetta er erfitt ástand en ég trúi að einn góðan veðurdag muni fólk lifa saman í friði.“ Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Hinn almenni Ísraeli er ekki sáttur við framkomu Hatara í Eurovision í gær. Eins er frægt er oðið héldu nokkrir liðsmenn sveitarinnar fánum Palestínu á lofti þegar stigin til Íslands voru kynnt í gær. Um helmingur Ísraela sem blaðamenn Vísis stöðvuðu á ströndinni og spurðu út í athæfi Hatarar vissu um hvað verið væri að ræða, og höfðu á því skoðun.Myndbandsviðtal við Ísraelana má sjá neðst í fréttinni.Alon var í hópi vina á leiðinni á ströndina. Annar tveggja í fimm manna hópi sem horfði á keppnina í gær.Vísir/SÁPÖfgafull framkoma „Mér fannst þetta öfgafullt. Ég held að Eurovision eigi að vera hlutlaus vettvangur. En þetta gerðist. Hvað getum við gert?“ segir Alon, ungur ísraelskur karlmaður, sem er búsettur í Tel Aviv. „En Madonna notaði svo líka fána Palestínu og Ísraels en það var til að segja að við værum vinir og svoleiðis.“ Hann vill meina að Eurovision hefði verið alveg jafngóð án uppátækis íslensku sveitarinnar. En svona gerist.Þessi eldri kona var á göngu með vinkonu sinni nærri hóteli íslenska hópsins.Vísir/SÁPEf arbabarnir halda friðinn þá skjótum við ekki Eldri kona frá Ísrael vissi vel um atriði Ísland í Eurovision. „Ertu að spyrja út í fánaatriðið? Það var ekki gott. Uppátækið var mjög slæmt.“ Hún segist hafa verið reið. „Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum?“ Hún telur skilaboðin ekki hafa verið góð. „Af hverju? Við drepum ekki araba. Þeir drepa okkur.“ Ef Palestínumenn haldi friðinn sé allt í góðu. „Ef þeir hegða sér vel þá skjótum við þá ekki.“Danielle elskaði framlagið en ekki framkomuna.Vísir/SÁPLagið frábært en framkoman hörmung Danielle frá ísraelsku borginni Netanya sagðist hafa séð Hatrið mun sigra. „Það var gott. Mér fannst hollenska lagið ekki gott. Íslenska lagið átti að vinna.“ Hún hafði þó aðra skoðun á framtaki Hatara yfir stigagjöfinni. „Já, ég sá það og það var alls ekki gott. Það er vandamál. Algjör hörmung.“Lillian var á göngu með vinkonu sinni og sagði Hatara dæmi um fólk sem elski að baða sig í sviðsljósinu.Vísir/SÁPTelur Hatara elska sviðsljósið „Þetta átti alls ekki við og hljómsveitin ætti að skammast sín,“ segir Lillian sem er frá Ísrael en búsett í Belgíu. „Fólk er svona. Vill baða sig í sviðsljósinu. Nú er Ísland á forsíðu blaðanna.“ Hún leggur áherslu á að þetta sé hennar persónulega skoðun sem manneskja, óháð trúarbrögðum. „Það skiptir engu hvort ég er gyðingur, kaþólsk eða múslimi. Trúin skiptir engu máli.“Moria fagnaði framtaki Hatara og trúir á að deila Ísraela og Palestínumanna leysist einn daginn og friður skapist.Vísir/SÁPTrúir á friðinn og fagnar Hatara Moria frá Ísrael var jákvæðust af þeim sem Vísir ræddi við í Tel Aviv. Hún talar fyrir friði og trúir að hann náist einn góðan veðurdag. „Já, ég sá íslenska atriðið og fannst það mjög gott. Ég kann að meta nánast öll lögin sem voru flutt í gær.“ Hún tók eftir því þegar Hatari veifaði palestínska fánanum. „Já, ég sá það. Mér fannst það mjög flott. Ég elska fólk og frið, öll lönd.“ Hún telur að Ísland muni koma vel út úr símakosningunni á næsta ári. Ísraelar séu þó almennt ekki ánægðir með framkomu Hatara. „Það er vandamál í Ísrael. Ég elska alla en hér ríkir ekki friður. Öllum líkar ekki við alla. Þetta er erfitt ástand en ég trúi að einn góðan veðurdag muni fólk lifa saman í friði.“
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira