Óprúttnir aðilar herja hins vegar á Facebook-síðu keppninnar þar sem þeir auglýsa beint ókeypis streymi frá keppninni, þar sem fara þarf á aðra vefsíðu. Þar er fólk beðið um að stofna aðgang, sem sagður er ókeypis, en um leið er fólk beðið um að deila kortaupplýsingum.
Fjölmargir Facebook-notendur, sem virðast upp til hópa vera gerviaðgangar, dæla linkum á Facebook-síðu keppninnar til að fá fólk til að fara á vefsíðuna vafasömu.
„Það eru bara einhverjir hakkarar að pósta kommentum með falslinkum,“ segir í svari frá Reykjavík Crossfit Championship við fyrirspurn. Fólk þurfi ekki að gera neitt annað en að horfa á streymið sem til stóð að hefja klukkan tólf á hádegi. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur það þó ekki enn hafist.