Miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 13:00 Krökkum finnst miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna og hundarnir eru hæstánægðir með upplesturinn að sögn formanns Vigdísar- Vina gæludýra á Íslandi. Félagið býður einu sinni í mánuði upp á lestrastund með hundum í fjórum bókasöfnum í borginni. Börnum er boðið upp á að koma einu sinni í mánuði í bókasöfnin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og lesa fyrir hundana sína. Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi hefur séð um verkefnið síðan 2012 en það er að bandarískri fyrirmynd. Hún rannsakaði árangur slíks verkefnis í námi og segir að bæði sín rannsókn og erlendar rannsóknir sýni mikinn árangur varðandi lestur barna „Þetta er áhugahvetjandi, börnum finnst skemmtilegra að lesa fyrir hund heldur en manneskjur,“ segir Margrét „Þá segir nú ein hérna, miklu skemmtilegra að lesa fyrir hund en fullorðna ég vildi að þetta væri alltaf að eilífu,“ Annað barn sagði í rannsókn. „Þá segir ein hérna. þá getur maður alltaf lesið sjálfur því mamma og pabbi þau að þegar ég er að lesa eitthvað orð segja þau mér hvað orðið er, það er svo óþægilegt því ég er að reyna að gera það sjálf,“ sagði Margrét. Margrét segir að fullorðnir séu oft of fljótir að grípa inn í og leiðrétta börnin. „Hundurinn dáir hins vegar börnin og mænir á börnin og það er sama hvernig þau lesa hann leiðréttir þau náttúrulega ekki.“ Þá segir Margrét að þegar erfið orð komi upp í lestri þá eigi börnin miklu betra með að útskýra þau fyrir hundinum sínum og ef þau skilji það ekki sé lestraliði á staðnum til að útskýra orðið. Það að lesa fyrir hund hafi afar róandi áhrif. „Að hafa hund við hliðina á sér lækkar blóðþrýsting. Þannig að það róar börnin að hafa hund við hliðina á sér og klappa þeim,“ segir Margrét. Hundarnir séu líka afar ánægðir í slíkum lestrastundum. „Þeir vita nákvæmlega hvert þeir eiga að gera og vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera og eru ofsaglaðir. Þetta segja allir hundaeigendurnir,“ sagði Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi Dýr Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Krökkum finnst miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna og hundarnir eru hæstánægðir með upplesturinn að sögn formanns Vigdísar- Vina gæludýra á Íslandi. Félagið býður einu sinni í mánuði upp á lestrastund með hundum í fjórum bókasöfnum í borginni. Börnum er boðið upp á að koma einu sinni í mánuði í bókasöfnin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og lesa fyrir hundana sína. Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi hefur séð um verkefnið síðan 2012 en það er að bandarískri fyrirmynd. Hún rannsakaði árangur slíks verkefnis í námi og segir að bæði sín rannsókn og erlendar rannsóknir sýni mikinn árangur varðandi lestur barna „Þetta er áhugahvetjandi, börnum finnst skemmtilegra að lesa fyrir hund heldur en manneskjur,“ segir Margrét „Þá segir nú ein hérna, miklu skemmtilegra að lesa fyrir hund en fullorðna ég vildi að þetta væri alltaf að eilífu,“ Annað barn sagði í rannsókn. „Þá segir ein hérna. þá getur maður alltaf lesið sjálfur því mamma og pabbi þau að þegar ég er að lesa eitthvað orð segja þau mér hvað orðið er, það er svo óþægilegt því ég er að reyna að gera það sjálf,“ sagði Margrét. Margrét segir að fullorðnir séu oft of fljótir að grípa inn í og leiðrétta börnin. „Hundurinn dáir hins vegar börnin og mænir á börnin og það er sama hvernig þau lesa hann leiðréttir þau náttúrulega ekki.“ Þá segir Margrét að þegar erfið orð komi upp í lestri þá eigi börnin miklu betra með að útskýra þau fyrir hundinum sínum og ef þau skilji það ekki sé lestraliði á staðnum til að útskýra orðið. Það að lesa fyrir hund hafi afar róandi áhrif. „Að hafa hund við hliðina á sér lækkar blóðþrýsting. Þannig að það róar börnin að hafa hund við hliðina á sér og klappa þeim,“ segir Margrét. Hundarnir séu líka afar ánægðir í slíkum lestrastundum. „Þeir vita nákvæmlega hvert þeir eiga að gera og vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera og eru ofsaglaðir. Þetta segja allir hundaeigendurnir,“ sagði Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi
Dýr Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira