Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 10:55 Björgunarsveitir eru reiðubúnar víða um land. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. Rætt var við Jón Hrólf Baldursson, rakara og björgunarsveitarmann á Siglufirði í Bítinu á morgun um stöðu mála á Siglufirði. Í miðju viðtali kom í ljós að hann var utan vegar rétt fyrir utan bæinn, að bíða eftir félögum sínum í björgunarsveitinni Strákum til þess að aðstoða sig.Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið „Ég er annars að bíða eftir strákunum núna. Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig. Ég fauk út af“ sagði Jón Hrólfur hlæjandi í samtali við Bítið í morgun.Faukstu út af?„Ég rann út af hérna. Var á leiðinni með hundana að hlaupa og ég rann út af og kemst ekki upp á veginn aftur.“Þú ert fastur?„Já, það er mest að gera hjá þeim að hjálpa mér held ég,“ sagði Jón Hrólfur léttur í bragði og átti þar við félaga sína í björgunarsveitinni. Í miðju viðtali mátti svo heyra bílflaut og voru þá félagar hans í Strákum komnir til að aðstoða Jón Hrólf en hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. „Rosalega blautt“ Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma Jóni Hrólfi aftur upp á veginn og ekkert tjón varð.„Hann flaut upp og rann út af,“ segir Magnús en hann segir að mjög blautt sé í veðri á Siglufirði þessa stundina.„Það er rosalega blautt. Það er farið að hvessa. Krapi á veginum og rok,“ segir hann um veðrið.Magnús og tveir aðrir björgunarsveitarmenn verða til taks á Siglufirði í dag auk þess sem að fleiri eru reiðubúnir að svara kallinu verði nauðsyn á því. Hann reiknar ekki með öðru en að veðri versni eftir því sem á líður á daginn.„Ég held að það eigi bara eftir að auka vindinn og það verður mjög hvasst.“ Björgunarsveitir Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. Rætt var við Jón Hrólf Baldursson, rakara og björgunarsveitarmann á Siglufirði í Bítinu á morgun um stöðu mála á Siglufirði. Í miðju viðtali kom í ljós að hann var utan vegar rétt fyrir utan bæinn, að bíða eftir félögum sínum í björgunarsveitinni Strákum til þess að aðstoða sig.Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið „Ég er annars að bíða eftir strákunum núna. Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig. Ég fauk út af“ sagði Jón Hrólfur hlæjandi í samtali við Bítið í morgun.Faukstu út af?„Ég rann út af hérna. Var á leiðinni með hundana að hlaupa og ég rann út af og kemst ekki upp á veginn aftur.“Þú ert fastur?„Já, það er mest að gera hjá þeim að hjálpa mér held ég,“ sagði Jón Hrólfur léttur í bragði og átti þar við félaga sína í björgunarsveitinni. Í miðju viðtali mátti svo heyra bílflaut og voru þá félagar hans í Strákum komnir til að aðstoða Jón Hrólf en hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. „Rosalega blautt“ Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma Jóni Hrólfi aftur upp á veginn og ekkert tjón varð.„Hann flaut upp og rann út af,“ segir Magnús en hann segir að mjög blautt sé í veðri á Siglufirði þessa stundina.„Það er rosalega blautt. Það er farið að hvessa. Krapi á veginum og rok,“ segir hann um veðrið.Magnús og tveir aðrir björgunarsveitarmenn verða til taks á Siglufirði í dag auk þess sem að fleiri eru reiðubúnir að svara kallinu verði nauðsyn á því. Hann reiknar ekki með öðru en að veðri versni eftir því sem á líður á daginn.„Ég held að það eigi bara eftir að auka vindinn og það verður mjög hvasst.“
Björgunarsveitir Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15