Þakplötur fuku á Ólafsfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2019 13:37 Björgunarsveitin Tindur hefur staðið vaktina á Ólafsfirði i dag. Vísir/vilhelm Eftir bjartan morgun á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. Björgunarsveitin Tindur hefur í dag þurft að bregðast við tilkynningu um þakplötur sem fuku af iðnaðarhúsnæði í bænum og er ekki gert ráð fyrir öðru en að veðrið versni eftir því sem líður á daginn. Skyggnið er þegar orðið slæmt og færðin versnar með hverri mínútunni. „Það verður væntanlega bara jeppafæri þegar líður á daginn,“ segir Harpa Jónsdóttir, meðlimur í Tindi. Hún segir einnig að það sé mikil bleyta í ofankomunni, sem hefur gert það að verkum að ökumenn sem aka um Ólafsfjörð grafa bíla sína ofan í fönnina. „Við erum ekkert að moka í þessum aðstæðum, það þýðir ekki neitt,“ segir Harpa. Hún segir þó að fyrrnefndar þakplötur séu það eina markverða sem hefur komið inn á borð björgunarsveitarinnar sem af er degi. Ólafsfirðingar hafi verið vel undir óveðrið búnir og gert ráðstafanir í gær. „Við vorum náttúrulega búin að heyra af þessu og þú þyrftir nánast að búa á tunglinu til að láta þetta koma þér á óvart. Það var búið að vara hressilega við því,“ segir Harpa. Það eigi því enginn von á óvæntu, fljúgandi trampólíni í dag. Björgunarsveitin verði þó áfram á vaktinni. „Við strákarnir erum klárir,“ segir Harpa og hlær. Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Eftir bjartan morgun á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. Björgunarsveitin Tindur hefur í dag þurft að bregðast við tilkynningu um þakplötur sem fuku af iðnaðarhúsnæði í bænum og er ekki gert ráð fyrir öðru en að veðrið versni eftir því sem líður á daginn. Skyggnið er þegar orðið slæmt og færðin versnar með hverri mínútunni. „Það verður væntanlega bara jeppafæri þegar líður á daginn,“ segir Harpa Jónsdóttir, meðlimur í Tindi. Hún segir einnig að það sé mikil bleyta í ofankomunni, sem hefur gert það að verkum að ökumenn sem aka um Ólafsfjörð grafa bíla sína ofan í fönnina. „Við erum ekkert að moka í þessum aðstæðum, það þýðir ekki neitt,“ segir Harpa. Hún segir þó að fyrrnefndar þakplötur séu það eina markverða sem hefur komið inn á borð björgunarsveitarinnar sem af er degi. Ólafsfirðingar hafi verið vel undir óveðrið búnir og gert ráðstafanir í gær. „Við vorum náttúrulega búin að heyra af þessu og þú þyrftir nánast að búa á tunglinu til að láta þetta koma þér á óvart. Það var búið að vara hressilega við því,“ segir Harpa. Það eigi því enginn von á óvæntu, fljúgandi trampólíni í dag. Björgunarsveitin verði þó áfram á vaktinni. „Við strákarnir erum klárir,“ segir Harpa og hlær.
Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira