Öll brotin framin inni á salernunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 14:30 Frá Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í Fossvogi. Hrönn segir að þó að vissulega séu skemmtistaðabrot aðeins lítill hluti kynferðisbrota, sem flest eigi sér stað í heimahúsum, sé rík þörf á því að hafa öryggisráðstafanir í lagi. Vísir/vilhelm Öll kynferðisbrot á skemmtistöðum sem tilkynnt hefur verið um í ár og í fyrra hafa átt sér stað inni á salernum staðanna. Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar. Átaki undir yfirskriftinni Öruggir og ofbeldislausir skemmtistaðir var hrint af stað árið 2016 og er unnið í samstarfi Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Samtaka ferðaþjónustunnar. Átakið miðar m.a. að því að bæta öryggi á skemmtistöðum með tilliti til kynferðisofbeldis. Sautján skemmtistaðir eru orðnir aðilar að samkomulaginu: American Bar, Bar Ananas, Bjarni Fel, B5, Bravó, Danski barinn, Dillon, Gamla bíó og Petersen-svítan, Gullhamrar í Grafarholti, English pub, Hressó, Húrra, Íslenski barinn, Kaffibarinn, Kofi Tómasar frænda, Prikið og Ölstofa Kormáks og Skjaldar. Í byrjun apríl var svo greint frá því að árangur hafi orðið af verkefninu, til dæmis væru færri ofbeldisbrot tilkynnt á þeim skemmtistöðum sem eru aðilar að samkomulaginu og þá væri útlit fyrir að brotum myndi fækka í ár miðað við árin á undan.Nýtist þeim líka utan vinnu Fyrirlestrar Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, eru hluti af átakinu en hún byrjaði að halda þá fyrir dyraverði og annað starfsfólk skemmtistaðanna í apríl í fyrra. Nú hafi nær 250 manns setið fyrirlestrana en Hrönn segir viðtökurnar hafa verið afar góðar. „Ég held að þetta muni skila sér í því að því meira sem maður kennir um kynferðisofbeldi að þá er maður á sama tíma að fræða fólk, ekki bara af því að það er að vinna við þetta heldur nýtist þetta þeim líka sem manneskjur,“ segir Hrönn.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar.Vísir/Vilhelm„Svo er maður líka búinn að heyra að þetta sé að skila sér, bæði í því að dyraverðir eru meðvitaðri og að pikka meira í fólk. Svo er líka gaman að kenna þetta og heyra þeirra sýn á þessu. Þetta er bæði gefandi fyrir mig sem vinnuaðila í þessum brotum og ég er viss um að þetta muni skila sér í vitundarvakningu og auknu öryggi.“ Dyraverðirnir stundum þeir einu sem eru allsgáðir Hrönn fer um víðan völl í fyrirlestrum sínum. Hún tekur m.a. fyrir viðhorf til kynferðisbrota, skilgreiningu á kynferðisofbeldi, áhrif kláms, kynbundið ofbeldi og þjónustu Neyðarmóttökunnar. „Svo fer ég dálítið út í hver þessi brot eru, hvar þau eru að gerast og hverjir verða fyrir kynferðisofbeldi. Ég fer líka út í þessar lyfjabyrlanir og áhrif lyfja, það sem þeir [dyraverðirnir] geta verið vakandi eftir, og hvað þeir sem öryggisverðir inni á staðnum geta gert ef grunur vaknar um kynferðisbrot,“ segir Hrönn. „Þeir eru kannski þeir einu sem eru ekki undir áhrifum áfengis eða annarra efna inni á staðnum þannig að aðkoma þeirra getur verið mjög mikilvæg, bæði fyrir lögreglu og okkur.“ Öryggismyndavélar hafa fælingarmátt Þá segir Hrönn að mikilvægt sé að dyraverðir séu vakandi fyrir því að nær öll brotin eigi sér stað inni á salernum skemmtistaðanna. Öll mál sem komið hafa á borð Neyðarmóttökunnar árin 2018 og 2019, samtals átta, hafi þannig gerst inni á salerni. „Ég held að hreinlega öll málin síðustu ár hafi verið að gerast inni á klósettunum. Ég man alveg eftir einu og einu broti þar sem þetta hefur verið á dansgólfinu en annars eru þetta klósettin,“ segir Hrönn.Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett í Fossvogi.Vísir/hannaVissulega séu skemmtistaðabrot aðeins lítill hluti kynferðisbrota, sem flest eigi sér stað í heimahúsum, en þó sé rík þörf á því að hafa öryggisráðstafanir í lagi. „Ég hef talað um það líka við skemmtistaðaeigendur, þessi klósett sem eru afskekkt, eru á neðri hæð eða í kjallara þar sem er ekki hægt að fylgjast með, að hafa það í huga að breyta því eitthvað. Við vitum líka að öryggismyndavélar hafa fælingarmátt þannig að það er mikilvægt að hafa þær virkar.“Verkefnið góður stimpill fyrir skemmtistaðina Þegar skemmtistaðir óska eftir þátttöku í verkefninu fer teymi frá Reykjavíkurborg, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í heimsókn á staðinn og kannar hvort staðurinn mæti þeim skilyrðum sem eru sett fram í samkomulaginu um örugga skemmtistaði og starfsfólk fær upplýsingar. Límmiðar með upplýsingum um að skemmtistaðurinn taki þátt í verkefninu eru afhentir og skulu þeir límdir upp á sýnilegum stöðum fyrir gesti staðarins. Dyraverðir fá þar að auki armbönd merkt verkefninu. „Þeir skemmtistaðir sem eru í þessu verkefni hafa farið í gegnum alls konar skoðanir. Og mér finnst að það sé mjög góður stimpill fyrir þessa staði að þeir séu öruggir skemmtistaðir og fordæmi kynferðisbrot,“ segir Hrönn. Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Næturlíf Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Öll kynferðisbrot á skemmtistöðum sem tilkynnt hefur verið um í ár og í fyrra hafa átt sér stað inni á salernum staðanna. Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar. Átaki undir yfirskriftinni Öruggir og ofbeldislausir skemmtistaðir var hrint af stað árið 2016 og er unnið í samstarfi Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Samtaka ferðaþjónustunnar. Átakið miðar m.a. að því að bæta öryggi á skemmtistöðum með tilliti til kynferðisofbeldis. Sautján skemmtistaðir eru orðnir aðilar að samkomulaginu: American Bar, Bar Ananas, Bjarni Fel, B5, Bravó, Danski barinn, Dillon, Gamla bíó og Petersen-svítan, Gullhamrar í Grafarholti, English pub, Hressó, Húrra, Íslenski barinn, Kaffibarinn, Kofi Tómasar frænda, Prikið og Ölstofa Kormáks og Skjaldar. Í byrjun apríl var svo greint frá því að árangur hafi orðið af verkefninu, til dæmis væru færri ofbeldisbrot tilkynnt á þeim skemmtistöðum sem eru aðilar að samkomulaginu og þá væri útlit fyrir að brotum myndi fækka í ár miðað við árin á undan.Nýtist þeim líka utan vinnu Fyrirlestrar Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, eru hluti af átakinu en hún byrjaði að halda þá fyrir dyraverði og annað starfsfólk skemmtistaðanna í apríl í fyrra. Nú hafi nær 250 manns setið fyrirlestrana en Hrönn segir viðtökurnar hafa verið afar góðar. „Ég held að þetta muni skila sér í því að því meira sem maður kennir um kynferðisofbeldi að þá er maður á sama tíma að fræða fólk, ekki bara af því að það er að vinna við þetta heldur nýtist þetta þeim líka sem manneskjur,“ segir Hrönn.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar.Vísir/Vilhelm„Svo er maður líka búinn að heyra að þetta sé að skila sér, bæði í því að dyraverðir eru meðvitaðri og að pikka meira í fólk. Svo er líka gaman að kenna þetta og heyra þeirra sýn á þessu. Þetta er bæði gefandi fyrir mig sem vinnuaðila í þessum brotum og ég er viss um að þetta muni skila sér í vitundarvakningu og auknu öryggi.“ Dyraverðirnir stundum þeir einu sem eru allsgáðir Hrönn fer um víðan völl í fyrirlestrum sínum. Hún tekur m.a. fyrir viðhorf til kynferðisbrota, skilgreiningu á kynferðisofbeldi, áhrif kláms, kynbundið ofbeldi og þjónustu Neyðarmóttökunnar. „Svo fer ég dálítið út í hver þessi brot eru, hvar þau eru að gerast og hverjir verða fyrir kynferðisofbeldi. Ég fer líka út í þessar lyfjabyrlanir og áhrif lyfja, það sem þeir [dyraverðirnir] geta verið vakandi eftir, og hvað þeir sem öryggisverðir inni á staðnum geta gert ef grunur vaknar um kynferðisbrot,“ segir Hrönn. „Þeir eru kannski þeir einu sem eru ekki undir áhrifum áfengis eða annarra efna inni á staðnum þannig að aðkoma þeirra getur verið mjög mikilvæg, bæði fyrir lögreglu og okkur.“ Öryggismyndavélar hafa fælingarmátt Þá segir Hrönn að mikilvægt sé að dyraverðir séu vakandi fyrir því að nær öll brotin eigi sér stað inni á salernum skemmtistaðanna. Öll mál sem komið hafa á borð Neyðarmóttökunnar árin 2018 og 2019, samtals átta, hafi þannig gerst inni á salerni. „Ég held að hreinlega öll málin síðustu ár hafi verið að gerast inni á klósettunum. Ég man alveg eftir einu og einu broti þar sem þetta hefur verið á dansgólfinu en annars eru þetta klósettin,“ segir Hrönn.Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett í Fossvogi.Vísir/hannaVissulega séu skemmtistaðabrot aðeins lítill hluti kynferðisbrota, sem flest eigi sér stað í heimahúsum, en þó sé rík þörf á því að hafa öryggisráðstafanir í lagi. „Ég hef talað um það líka við skemmtistaðaeigendur, þessi klósett sem eru afskekkt, eru á neðri hæð eða í kjallara þar sem er ekki hægt að fylgjast með, að hafa það í huga að breyta því eitthvað. Við vitum líka að öryggismyndavélar hafa fælingarmátt þannig að það er mikilvægt að hafa þær virkar.“Verkefnið góður stimpill fyrir skemmtistaðina Þegar skemmtistaðir óska eftir þátttöku í verkefninu fer teymi frá Reykjavíkurborg, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í heimsókn á staðinn og kannar hvort staðurinn mæti þeim skilyrðum sem eru sett fram í samkomulaginu um örugga skemmtistaði og starfsfólk fær upplýsingar. Límmiðar með upplýsingum um að skemmtistaðurinn taki þátt í verkefninu eru afhentir og skulu þeir límdir upp á sýnilegum stöðum fyrir gesti staðarins. Dyraverðir fá þar að auki armbönd merkt verkefninu. „Þeir skemmtistaðir sem eru í þessu verkefni hafa farið í gegnum alls konar skoðanir. Og mér finnst að það sé mjög góður stimpill fyrir þessa staði að þeir séu öruggir skemmtistaðir og fordæmi kynferðisbrot,“ segir Hrönn.
Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Næturlíf Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira