Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 13:05 Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla og umræða um sykurskattinn hafi ekkert með útlit feitra að gera. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þeim hjá Samtökum um líkamsvirðingu að umræðan um sykurskattinn hafi ekkert með útlit þeirra að gera. Þá segir hann þau hjá Landlækni skattafíkla. Þetta gerir hann í pistli sem hann birti nýverið á Facebooksíðu sinni. Heit umræða geisar nú um sykurskattinn fyrirhugaða. Vísir hefur rætt málið við Brynjar sem segir það mál aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki víst að málinu ljúki þar því þó ágreiningur sé milli stjórnarliðsins þá megi alltaf finna annað skip, og annað föruneyti – annan meirihluta. Í gær bar það svo til tíðinda að Samtök um líkamsvirðingu, hvar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður, sendi frá sér harorða yfirlýsingu þar sem Svandís Svavarsdóttir var meðal annars sökuð um að kynda bál fitufordóma með ummælum sínum í tengslum við málið.Sykurskatturinn galinn að mati Brynjars „Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar,“ segir Brynjar í pistli sínum. Þingmaðurinn er rétt að hita upp. „Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“ Engir fordómar gegn feitu fólki Brynjar segir sykur ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna, að sögn Brynjars. „Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“ Brynjar segir því ekki að neita að offita sé stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. „Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“ Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þeim hjá Samtökum um líkamsvirðingu að umræðan um sykurskattinn hafi ekkert með útlit þeirra að gera. Þá segir hann þau hjá Landlækni skattafíkla. Þetta gerir hann í pistli sem hann birti nýverið á Facebooksíðu sinni. Heit umræða geisar nú um sykurskattinn fyrirhugaða. Vísir hefur rætt málið við Brynjar sem segir það mál aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki víst að málinu ljúki þar því þó ágreiningur sé milli stjórnarliðsins þá megi alltaf finna annað skip, og annað föruneyti – annan meirihluta. Í gær bar það svo til tíðinda að Samtök um líkamsvirðingu, hvar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður, sendi frá sér harorða yfirlýsingu þar sem Svandís Svavarsdóttir var meðal annars sökuð um að kynda bál fitufordóma með ummælum sínum í tengslum við málið.Sykurskatturinn galinn að mati Brynjars „Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar,“ segir Brynjar í pistli sínum. Þingmaðurinn er rétt að hita upp. „Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“ Engir fordómar gegn feitu fólki Brynjar segir sykur ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna, að sögn Brynjars. „Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“ Brynjar segir því ekki að neita að offita sé stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. „Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30