Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Ari Brynjólfsson skrifar 16. nóvember 2019 10:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. Verkefnið verður í höndum lögreglunnar á Suðurlandi sem hyggst vinna í samstarfi við Vegagerðina, Veðurstofuna og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Áhættumatið mun taka til bæði öldufalls og berghruns. Nokkur banaslys hafa átt sér stað í Reynisfjöru undanfarin ár. Í vikunni lenti ferðamaður í lífshættu eftir að hann sogaðist út með einni öldunni. Þá lokuðust ferðamenn af inni í helli. „Það er ekki ásættanlegt að það liggi við stórslysi á einum vinsælasta áfangastað landsins án þess að gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Gerðar hafa verið ákveðnar úrbætur, yfirráðin eru flókin auk þess sem gestir eiga það til að hundsa tilmæli og hættan getur verið mjög mikil. Þess vegna er hér lagt til að vinna áhættumat og lögreglan geti á grunni þess lokað svæðinu þegar þess þarf en það eru að öllum líkindum ekki nema um fimm til sjö dagar á ári,“ segir Þórdís Kolbrún. Tilgangurinn er að á grundvelli áhættumatsins hafi yfirvöld lagaheimildir til að loka svæðinu tímabundið til að koma í veg fyrir slys. Áætlað er að sú staða geti komið upp í um 5 til 7 daga á ári á tímabilinu nóvember til mars. Þessu til viðbótar á eftir að ljúka við að innleiða að fullu ölduspá- og viðvörunarkerfi fyrir Reynisfjöru sem ráðherra ferðamála fól Ferðamálastofu að semja um við Vegagerðina árið 2017 og var fjármagnað með fé sem sett var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ölduspákerfið hefur þegar verið þróað af Vegagerðinni; það er aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar og upplýsingar úr því eru einnig birtar á vef og upplýsingaskjáum SafeTravel-verkefnis Landsbjargar. Kerfið spáir fjóra daga fram í tímann og getur þannig nýst við skipulagningu ferða. Síðari hluta verkefnisins er hins vegar ólokið, en það er uppsetning á mastri við fjöruna með viðvörunarljósi til marks um hættuástand. Ástæðan er að ekki hefur fengist leyfi hjá öllum landeigendum á svæðinu, sem eru um 250 talsins, til uppsetningar á því. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. Verkefnið verður í höndum lögreglunnar á Suðurlandi sem hyggst vinna í samstarfi við Vegagerðina, Veðurstofuna og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Áhættumatið mun taka til bæði öldufalls og berghruns. Nokkur banaslys hafa átt sér stað í Reynisfjöru undanfarin ár. Í vikunni lenti ferðamaður í lífshættu eftir að hann sogaðist út með einni öldunni. Þá lokuðust ferðamenn af inni í helli. „Það er ekki ásættanlegt að það liggi við stórslysi á einum vinsælasta áfangastað landsins án þess að gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Gerðar hafa verið ákveðnar úrbætur, yfirráðin eru flókin auk þess sem gestir eiga það til að hundsa tilmæli og hættan getur verið mjög mikil. Þess vegna er hér lagt til að vinna áhættumat og lögreglan geti á grunni þess lokað svæðinu þegar þess þarf en það eru að öllum líkindum ekki nema um fimm til sjö dagar á ári,“ segir Þórdís Kolbrún. Tilgangurinn er að á grundvelli áhættumatsins hafi yfirvöld lagaheimildir til að loka svæðinu tímabundið til að koma í veg fyrir slys. Áætlað er að sú staða geti komið upp í um 5 til 7 daga á ári á tímabilinu nóvember til mars. Þessu til viðbótar á eftir að ljúka við að innleiða að fullu ölduspá- og viðvörunarkerfi fyrir Reynisfjöru sem ráðherra ferðamála fól Ferðamálastofu að semja um við Vegagerðina árið 2017 og var fjármagnað með fé sem sett var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ölduspákerfið hefur þegar verið þróað af Vegagerðinni; það er aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar og upplýsingar úr því eru einnig birtar á vef og upplýsingaskjáum SafeTravel-verkefnis Landsbjargar. Kerfið spáir fjóra daga fram í tímann og getur þannig nýst við skipulagningu ferða. Síðari hluta verkefnisins er hins vegar ólokið, en það er uppsetning á mastri við fjöruna með viðvörunarljósi til marks um hættuástand. Ástæðan er að ekki hefur fengist leyfi hjá öllum landeigendum á svæðinu, sem eru um 250 talsins, til uppsetningar á því.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira