Hugmyndir eru uppi um að byggja Latabæjargarð í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2019 22:29 Latabæjarsafn er að finna í Borgarnesi. Vísir/MHH Hugmyndir eru uppi um að byggja upp Latabæjargarð í Borgarnesi en hugmyndasmiður verkefnisins, Magnús Scheving er úr Borgarnesi. Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. Latabæjarsafnið er í einu skoti í húsnæði Fornbílaklúbbs Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi þar sem einnig er samgöngusafn og lögregluhúfusafn. Allar þekktustu persónurnar úr Latabæ og leikmunir úr þáttunum eru á safninu. „Við sjáum að sumar af þessum persónum eru einfaldlega úr bæjarlífinu í Borgarnesi, Stíma símalína er til dæmis tekin beint upp úr einni starfsstúlkunni á símstöðinni, eins bæjarstjórinn okkar, þetta var samtímafólk Magga hérna í æsku, hann hljóp með póstskeytin og var mikið inn í þessu,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem á sæti í sýningarnefnd safnsins „Það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að Maggi kom og setti þetta upp sjálfur, hann er náttúrulega hörku smiður og setti upp þessa skemmtilegu sýningu,“ bætir Guðmundur Skúli við. Guðmundur Skúli segir að mikið af útlendingum komi í safnið til að skoða Latabæ og þá séu Íslendingar líka mjög áhugasamir um safnið, ekki síst yngri kynslóðin, sem þekkir allar persónurnar. „Þetta er rosalegur heiður sem Maggi sýndi okkur og vonandi byrjun af einhverju meiru“. En stendur til að gera eitthvað meira með Latabæ í Borgarnesi? „Já, það eru uppi hugmyndir um það að byggja upp Latabæjargarð hér í Borgarnesi, það er hér fólk, sem stendur að því, meðal annars Maggi sjálfur,“ segir Guðmundur Skúli. Í safninu er líka glæsilegt lögguhúfusafn Tedda löggu, eða Theodórs Þórðarsonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Á safninu er líka gamalt lögregumóturhjól. Safnið í Borgarnesi er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 13:00 til 17:00 þar sem hægt er að skoða Latabæjarsafnið, lögguhúfusafnið og fallega fornbíla. Borgarbyggð Menning Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að byggja upp Latabæjargarð í Borgarnesi en hugmyndasmiður verkefnisins, Magnús Scheving er úr Borgarnesi. Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. Latabæjarsafnið er í einu skoti í húsnæði Fornbílaklúbbs Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi þar sem einnig er samgöngusafn og lögregluhúfusafn. Allar þekktustu persónurnar úr Latabæ og leikmunir úr þáttunum eru á safninu. „Við sjáum að sumar af þessum persónum eru einfaldlega úr bæjarlífinu í Borgarnesi, Stíma símalína er til dæmis tekin beint upp úr einni starfsstúlkunni á símstöðinni, eins bæjarstjórinn okkar, þetta var samtímafólk Magga hérna í æsku, hann hljóp með póstskeytin og var mikið inn í þessu,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem á sæti í sýningarnefnd safnsins „Það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að Maggi kom og setti þetta upp sjálfur, hann er náttúrulega hörku smiður og setti upp þessa skemmtilegu sýningu,“ bætir Guðmundur Skúli við. Guðmundur Skúli segir að mikið af útlendingum komi í safnið til að skoða Latabæ og þá séu Íslendingar líka mjög áhugasamir um safnið, ekki síst yngri kynslóðin, sem þekkir allar persónurnar. „Þetta er rosalegur heiður sem Maggi sýndi okkur og vonandi byrjun af einhverju meiru“. En stendur til að gera eitthvað meira með Latabæ í Borgarnesi? „Já, það eru uppi hugmyndir um það að byggja upp Latabæjargarð hér í Borgarnesi, það er hér fólk, sem stendur að því, meðal annars Maggi sjálfur,“ segir Guðmundur Skúli. Í safninu er líka glæsilegt lögguhúfusafn Tedda löggu, eða Theodórs Þórðarsonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Á safninu er líka gamalt lögregumóturhjól. Safnið í Borgarnesi er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 13:00 til 17:00 þar sem hægt er að skoða Latabæjarsafnið, lögguhúfusafnið og fallega fornbíla.
Borgarbyggð Menning Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira