Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2019 10:36 Alla jafna er Kolbrún ekki frek á fóðrunum þegar veitingar í ráðhúsinu eru annars vegar. En, hún var svöng í gærkvöldi. Ljósmynd Sigtryggs Ara Jóhannssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, sem tekin er inn um kýrauga á mötuneyti Ráðhússins hefur vakið verðskuldaða athygli. Eru nokkrir á samfélagsmiðlum þegar farnir að tala um fréttamynd ársins. Þar má sjá fulltrúa Flokks fólksins háma í sig önd, sem var á matseðli borgarfulltrúa og annarra þeirra sem í ráðhúsinu starfa, í gærkvöldi. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og samherji Kolbrúnar í minnihlutanum, fylgist forviða með. „Já, ég var gripin illilega,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. En, mikill kostnaður vegna veitinga sem bornar eru í ráðhúsfólkið var til umræðu í gær. Það var því óheppilegt að matseðillinn skyldi vera einkar glæsilegur í gær en það er Múlakaffi sem sér um kostinn. Er vaninn sá að veitingarnar séu venju fremur veglegar þegar fjárhagsáætlun borgarinnar er til umræðu en svo háttaði til í gær. Meðal þeirra sem fordæmdu hinn mikla kostnað sem er vegna veitinganna var Kolbrún sjálf og hafði hún jafnframt á orði við Vísi að sjálf væri hún ekki frek á fóðrum, borðaði yfirleitt lítið á þessum kvöldfundum. En, á myndinni hins vegar gerir hún sér öndina að góðu. „Ég hafði ekki borðað í tíu tíma og kom seint í mat. En, ég er náttúrlega ein til frásagnar um það,“ segir Kolbrún létt í bragði. „Ég er heppin með það að vera gangandi sönnun þess að borða ekki mikið. Það er sífellt verið að segja að ég sé of grönn.“ Kolbrún segir að betur hefði farið á því ef náðst hefði mynd af þeim í meirihlutanum, þeim sem ráða ríkjum og eru með fjárráðin og ábyrgðina þar með. „Myndin sýnir bara valdalaust, hungrað borgarfulltrúagrey. En meirihlutafulltrúarnir kætast mikið núna, það hlakkar í þeim.“ Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Ljósmynd Sigtryggs Ara Jóhannssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, sem tekin er inn um kýrauga á mötuneyti Ráðhússins hefur vakið verðskuldaða athygli. Eru nokkrir á samfélagsmiðlum þegar farnir að tala um fréttamynd ársins. Þar má sjá fulltrúa Flokks fólksins háma í sig önd, sem var á matseðli borgarfulltrúa og annarra þeirra sem í ráðhúsinu starfa, í gærkvöldi. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og samherji Kolbrúnar í minnihlutanum, fylgist forviða með. „Já, ég var gripin illilega,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. En, mikill kostnaður vegna veitinga sem bornar eru í ráðhúsfólkið var til umræðu í gær. Það var því óheppilegt að matseðillinn skyldi vera einkar glæsilegur í gær en það er Múlakaffi sem sér um kostinn. Er vaninn sá að veitingarnar séu venju fremur veglegar þegar fjárhagsáætlun borgarinnar er til umræðu en svo háttaði til í gær. Meðal þeirra sem fordæmdu hinn mikla kostnað sem er vegna veitinganna var Kolbrún sjálf og hafði hún jafnframt á orði við Vísi að sjálf væri hún ekki frek á fóðrum, borðaði yfirleitt lítið á þessum kvöldfundum. En, á myndinni hins vegar gerir hún sér öndina að góðu. „Ég hafði ekki borðað í tíu tíma og kom seint í mat. En, ég er náttúrlega ein til frásagnar um það,“ segir Kolbrún létt í bragði. „Ég er heppin með það að vera gangandi sönnun þess að borða ekki mikið. Það er sífellt verið að segja að ég sé of grönn.“ Kolbrún segir að betur hefði farið á því ef náðst hefði mynd af þeim í meirihlutanum, þeim sem ráða ríkjum og eru með fjárráðin og ábyrgðina þar með. „Myndin sýnir bara valdalaust, hungrað borgarfulltrúagrey. En meirihlutafulltrúarnir kætast mikið núna, það hlakkar í þeim.“
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30