EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. maí 2019 07:30 Í yfirlýsingu segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum. Fréttablaðið/Ernir „Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtenstein sem var sett fram í bókun á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni er áréttað að ákvarðanir um tengingu raforkukerfa EFTA-ríkjanna við innri raforkumarkað ESB séu alfarið á forræði EFTA-ríkjanna sjálfra. Er yfirlýsingin í samræmi við yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB frá því í mars síðastliðnum. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir að yfirlýsing EFTA-ríkjanna skapi engin ný sjálfstæð réttindi eða skyldur fyrir Ísland. „Aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Það séu engar skráðar reglur í þjóðarétti fyrir því hvernig eigi að ná slíku samkomulagi. Lykilatriði sé að sýna fram á vilja samningsaðila sem hafi, líkt og við almenna samningsgerð, mikið að segja í þjóðarétti. „Ég tel að með góðum rökum megi halda fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna annars vegar og yfirlýsing utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB hins vegar feli í sér slíkt samkomulag sem taka eigi tillit til við lögskýringu samkvæmt þjóðarétti. Svo eru þetta mikilvægar pólitískar yfirlýsingar.“ Yfirlýsing EFTA-ríkjanna tekur einnig á sérstöðu Íslands þar sem landið sé ekki tengt raforkukerfi ESB. Segir að af þeim sökum hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans engin raunveruleg áhrif hér á landi svo lengi sem sæstrengur hafi ekki verið lagður. Kæmi til lagningar sæstrengs og tengingar við raforkumarkað ESB yrði leyst úr ágreiningsmálum á vettvangi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en ekki ACER, samstarfsstofnunar eftirlitsaðila. Á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar var lesin upp yfirlýsing fulltrúa ESB þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur á öllu EES-svæðinu. Slíkt væri forsenda hnökralausra orkuviðskipta milli ESB-ríkja og EFTA-ríkja í EES sem væru þegar tengd sameiginlegum orkumarkaði.Hvað er EFTA? EES? Sameiginlega EES-nefndin?EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð 1960 en Ísland gerðist aðili að þeim tíu árum síðar. Í dag eru aðeins fjögur ríki í EFTA, auk Íslands eru það Noregur, Liechtenstein og Sviss. Það síðastnefnda er hið eina sem ekki er aðili að EES.EES Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var komið á fót árið 1992 með samkomulagi Evrópusambandsins og EFTA. Þannig fengu EFTA-ríkin aðild að innri markaði ESB.Sameiginlega EES-nefndin Nefndin er helsti samstarfsvettvangur ESB annars vegar og EES-ríkjanna hins vegar. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða ESB-gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn og innleiddar á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtenstein sem var sett fram í bókun á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni er áréttað að ákvarðanir um tengingu raforkukerfa EFTA-ríkjanna við innri raforkumarkað ESB séu alfarið á forræði EFTA-ríkjanna sjálfra. Er yfirlýsingin í samræmi við yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB frá því í mars síðastliðnum. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir að yfirlýsing EFTA-ríkjanna skapi engin ný sjálfstæð réttindi eða skyldur fyrir Ísland. „Aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Það séu engar skráðar reglur í þjóðarétti fyrir því hvernig eigi að ná slíku samkomulagi. Lykilatriði sé að sýna fram á vilja samningsaðila sem hafi, líkt og við almenna samningsgerð, mikið að segja í þjóðarétti. „Ég tel að með góðum rökum megi halda fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna annars vegar og yfirlýsing utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB hins vegar feli í sér slíkt samkomulag sem taka eigi tillit til við lögskýringu samkvæmt þjóðarétti. Svo eru þetta mikilvægar pólitískar yfirlýsingar.“ Yfirlýsing EFTA-ríkjanna tekur einnig á sérstöðu Íslands þar sem landið sé ekki tengt raforkukerfi ESB. Segir að af þeim sökum hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans engin raunveruleg áhrif hér á landi svo lengi sem sæstrengur hafi ekki verið lagður. Kæmi til lagningar sæstrengs og tengingar við raforkumarkað ESB yrði leyst úr ágreiningsmálum á vettvangi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en ekki ACER, samstarfsstofnunar eftirlitsaðila. Á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar var lesin upp yfirlýsing fulltrúa ESB þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur á öllu EES-svæðinu. Slíkt væri forsenda hnökralausra orkuviðskipta milli ESB-ríkja og EFTA-ríkja í EES sem væru þegar tengd sameiginlegum orkumarkaði.Hvað er EFTA? EES? Sameiginlega EES-nefndin?EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð 1960 en Ísland gerðist aðili að þeim tíu árum síðar. Í dag eru aðeins fjögur ríki í EFTA, auk Íslands eru það Noregur, Liechtenstein og Sviss. Það síðastnefnda er hið eina sem ekki er aðili að EES.EES Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var komið á fót árið 1992 með samkomulagi Evrópusambandsins og EFTA. Þannig fengu EFTA-ríkin aðild að innri markaði ESB.Sameiginlega EES-nefndin Nefndin er helsti samstarfsvettvangur ESB annars vegar og EES-ríkjanna hins vegar. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða ESB-gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn og innleiddar á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira