Hatari fagnaði tvöföldu afmæli og skellti sér á BDSM-klúbb Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 11. maí 2019 08:00 Matthías Tryggvi Haraldsson var að sjálfsögðu með í för þegar Hatari skellti sér á heimavöll í Tel Aviv, BDSM-klúbb. Thomas Hanses Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið. Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið.
Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00
Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00