„Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 14:15 Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann. Reykjavík Trúmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira