Vill að nafn sitt verði tekið af heiðursfélagalista Lögmannafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 07:11 Jón Steinar Gunnlaugsson var gerður að heiðursfélaga í Lögmannafélagi Íslands árið 2011. Vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari hefur óskað eftir því við Lögmannafélag Íslands að hann verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga félagsins. Þessu greinir Jón Steinar frá á vefsíðu lögmannsstofu sinnar, JSG lögmanna. Tilefni skrifa Jón Steinars er að Hæstiréttur hefur fallist á að veita Lögmannafélagi Íslands leyfi til að áfrýja til réttarins dómi Landsréttar í máli Jóns Steinars gegn félaginu. Dómur í málinu féll í Landsrétti þann 5. apríl síðastliðinn. Með dómnum felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna þar sem Jóni Steinari var veitt áminning vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það var svo ótrúleg forherðing að óska leyfis til að mega áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar. Það er eins og stjórnin hafi ekki getað hætt þessum ýfingum við mig. Hún studdi beiðni sína um áfrýjunarleyfi við sjónarmið um að þetta málaskak innan raða lögmanna væri svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að Hæstiréttur yrði um að fjalla!“ skrifar Jón Steinar. Þá heldur hann því fram að Lögmannafélagið hafi viljað gera út á „óvild“, sem hann segir dómara Hæstaréttar bera í sinn garð. Þó að reglulegir dómarar við réttinn hafi vikið sæti við afgreiðslu áfrýjunarbeiðninnar hafi varamennirnir „sjálfir persónulega horn í síðu mannsins sem í hlut á“, þ.e. Jóns Steinars sjálfs. Þannig segist Jón Steinar ekki una því að teljast til heiðursfélaga í „félagi sem brýtur svo gróflega gegn réttindum mínum“. „Ég hef því sent þessu félagi bréf með ósk um að nafn mitt verði tekið af skrá þess yfir heiðursfélaga. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að vera skrautpinni í félagi sem brýtur með þessum hætti rétt á mönnum og forherðist síðan í þeirri viðleitni.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari hefur óskað eftir því við Lögmannafélag Íslands að hann verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga félagsins. Þessu greinir Jón Steinar frá á vefsíðu lögmannsstofu sinnar, JSG lögmanna. Tilefni skrifa Jón Steinars er að Hæstiréttur hefur fallist á að veita Lögmannafélagi Íslands leyfi til að áfrýja til réttarins dómi Landsréttar í máli Jóns Steinars gegn félaginu. Dómur í málinu féll í Landsrétti þann 5. apríl síðastliðinn. Með dómnum felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna þar sem Jóni Steinari var veitt áminning vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það var svo ótrúleg forherðing að óska leyfis til að mega áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar. Það er eins og stjórnin hafi ekki getað hætt þessum ýfingum við mig. Hún studdi beiðni sína um áfrýjunarleyfi við sjónarmið um að þetta málaskak innan raða lögmanna væri svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að Hæstiréttur yrði um að fjalla!“ skrifar Jón Steinar. Þá heldur hann því fram að Lögmannafélagið hafi viljað gera út á „óvild“, sem hann segir dómara Hæstaréttar bera í sinn garð. Þó að reglulegir dómarar við réttinn hafi vikið sæti við afgreiðslu áfrýjunarbeiðninnar hafi varamennirnir „sjálfir persónulega horn í síðu mannsins sem í hlut á“, þ.e. Jóns Steinars sjálfs. Þannig segist Jón Steinar ekki una því að teljast til heiðursfélaga í „félagi sem brýtur svo gróflega gegn réttindum mínum“. „Ég hef því sent þessu félagi bréf með ósk um að nafn mitt verði tekið af skrá þess yfir heiðursfélaga. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að vera skrautpinni í félagi sem brýtur með þessum hætti rétt á mönnum og forherðist síðan í þeirri viðleitni.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50
Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50
Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52