Adam Sandler sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 15:32 Adam Sandler í Uncut Gems. TIFF Bandaríski leikarinn Adam Sandler er sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd sem verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin ber heitið Uncut Gems en þar er Sandler sagður í góðu formi og mögulega á pari við það sem hann sýndi í Punch Drunk Love eftir Paul Thomas Anderson og einnig í The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach. Sandler hefur undanfarin ár verið þekktur fyrir gamanmyndir sem þykja ansi lágkúrulegar og latar en gagnrýnendur hafa keppst við að tæta þær í sig. Engu að síður státar Sandler af gífurlegum vinsældum en myndir hans eru með eitt mesta áhorfið á streymisveitum. Í Uncut Gems leikur Sandler skartgripasala í New York sem er gæddur miklum persónutöfrum. Skartgripasalinn er ávallt á höttunum eftir næsta stóra feng en í myndinni leggur hann allt í sölurnar til að ná þeim stærsta. Listrænn stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, Cameron Bailey, segir í samtali við IndieWire að Uncut Gems sé glæpatryllir sem gefi ekki tommu eftir. „Og það er hressandi að sjá Sandler í sinni bestu frammistöðu síðan hann var í Punch-Drunk Love,“ segir Bailey. Leikstjórar Uncut Gems eru bræðurnir Josh og Benny Safdie sem eiga að baki myndina Good Time sem skartaði Robert Pattinson í aðalhlutverki. Leikarinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og var lengi vel orðaður við tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í Uncut Gems eru Lakeith Stanfield, Idina Menzel, Judd Hirsch, Eric Bogosian, og Pom Klementieff. Netflix mun sjá um dreifingu myndarinnar á alþjóðavísu síðar á árinu. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski leikarinn Adam Sandler er sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd sem verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin ber heitið Uncut Gems en þar er Sandler sagður í góðu formi og mögulega á pari við það sem hann sýndi í Punch Drunk Love eftir Paul Thomas Anderson og einnig í The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach. Sandler hefur undanfarin ár verið þekktur fyrir gamanmyndir sem þykja ansi lágkúrulegar og latar en gagnrýnendur hafa keppst við að tæta þær í sig. Engu að síður státar Sandler af gífurlegum vinsældum en myndir hans eru með eitt mesta áhorfið á streymisveitum. Í Uncut Gems leikur Sandler skartgripasala í New York sem er gæddur miklum persónutöfrum. Skartgripasalinn er ávallt á höttunum eftir næsta stóra feng en í myndinni leggur hann allt í sölurnar til að ná þeim stærsta. Listrænn stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, Cameron Bailey, segir í samtali við IndieWire að Uncut Gems sé glæpatryllir sem gefi ekki tommu eftir. „Og það er hressandi að sjá Sandler í sinni bestu frammistöðu síðan hann var í Punch-Drunk Love,“ segir Bailey. Leikstjórar Uncut Gems eru bræðurnir Josh og Benny Safdie sem eiga að baki myndina Good Time sem skartaði Robert Pattinson í aðalhlutverki. Leikarinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og var lengi vel orðaður við tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í Uncut Gems eru Lakeith Stanfield, Idina Menzel, Judd Hirsch, Eric Bogosian, og Pom Klementieff. Netflix mun sjá um dreifingu myndarinnar á alþjóðavísu síðar á árinu.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira