Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 14:19 Skipuleggjendur fundarins ásamt talsmanni ESA. Frá vinstri: Halldór Fannar Kristjánsson, Roger Odeberger, Agnar Már Júlíusson, Hákon Bragi Magnússon. Erna Ýr/Viljinn Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi. Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi.
Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54