Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 14:19 Skipuleggjendur fundarins ásamt talsmanni ESA. Frá vinstri: Halldór Fannar Kristjánsson, Roger Odeberger, Agnar Már Júlíusson, Hákon Bragi Magnússon. Erna Ýr/Viljinn Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi. Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi.
Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54