Nánd og innblástur á Patreksfirði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2019 09:00 Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona skipuleggur Skjaldborgarhátíðina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira