Vill málskot í stað málþófs Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júní 2019 06:00 Katrín Jakobsdóttir vill breytingar á þingsköpum. Fréttablaðið/Anton „Það er hægt að fara aðrar leiðir til að tryggja áhrif minnihlutans á Alþingi en að flokkum sé heimilað að taka þingið í gíslingu. Sjálf hef ég talað fyrir því að ákveðinn fjöldi þingmanna geti vísað málum til þjóðarinnar. Það eru fleiri leiðir færar og ég vil að þær verði skoðaðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín mun óska eftir því við forseta Alþingis að sett verði af stað vinna við endurskoðun þingskapa. Samkomulag náðist um þinglok í gær með ákvörðun um að ljúka þinglegri meðferð þriðja orkupakkans á nokkrum dögum í ágúst. „Sá ósiður að halda úti gegndarlausu málþófi hefur verið sérkenni íslensks stjórnmálalífs um langa hríð og okkur hefur ekki tekist að venja okkur af þessu óheilbrigða fyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Þingsköpum hafi nýlega verið breytt til þess að stemma stigu við málþófi. „Það tókst ekki betur upp en svo að nú er eiginlega auðveldara en áður að hefja og halda úti málþófi,“ segir Eiríkur. Svokölluðu kjarnorkuákvæði, sem heimilar þingforseta að stöðva umræður, hafi aldrei verið beitt. „Af óskiljanlegum ástæðum hafa menn ekki viljað beita þessu ákvæði. Mögulega af því þeir vilja sjálfir geta gripið til málþófs lendi þeir í minnihluta að nýju.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Það er hægt að fara aðrar leiðir til að tryggja áhrif minnihlutans á Alþingi en að flokkum sé heimilað að taka þingið í gíslingu. Sjálf hef ég talað fyrir því að ákveðinn fjöldi þingmanna geti vísað málum til þjóðarinnar. Það eru fleiri leiðir færar og ég vil að þær verði skoðaðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín mun óska eftir því við forseta Alþingis að sett verði af stað vinna við endurskoðun þingskapa. Samkomulag náðist um þinglok í gær með ákvörðun um að ljúka þinglegri meðferð þriðja orkupakkans á nokkrum dögum í ágúst. „Sá ósiður að halda úti gegndarlausu málþófi hefur verið sérkenni íslensks stjórnmálalífs um langa hríð og okkur hefur ekki tekist að venja okkur af þessu óheilbrigða fyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Þingsköpum hafi nýlega verið breytt til þess að stemma stigu við málþófi. „Það tókst ekki betur upp en svo að nú er eiginlega auðveldara en áður að hefja og halda úti málþófi,“ segir Eiríkur. Svokölluðu kjarnorkuákvæði, sem heimilar þingforseta að stöðva umræður, hafi aldrei verið beitt. „Af óskiljanlegum ástæðum hafa menn ekki viljað beita þessu ákvæði. Mögulega af því þeir vilja sjálfir geta gripið til málþófs lendi þeir í minnihluta að nýju.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira