Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með mjöldrunum tveimur, Litlu-Hvít og Litlu-Grá, lenda á Keflavíkurflugvelli í morgun en ferðalag þeirra heldur áfram fram á kvöld til Vestmannaeyja.

Rætt verður við Björn Jón Bragason, sem telur að dómsmálaráðuneytið hefði átt að áminna Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, vegna samskipta sem hann upplifði sem hótanir í sinn garð. Segir hann afgreiðslu ráðuneytisins ófullnægjandi.

Í fréttatímanum skoðum við einnig náttúruspjöll á Helgafelli og hittum arkarann Evu sem gengur hringinn í kringum landið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.