Tvítugur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 14:32 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent