Bíl ekið inn í fiskbúð í þriðja sinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. nóvember 2019 20:00 Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið inn í fiskbúð í Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem bíl er ekið inn í búðina. Viðskiptavinum og starfsfólki fiskbúðarinnar Hafberg var verulega brugðið þegar bíl var ekið í gengum glugga búðarinnar á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndbandi úr öryggismyndavél búðarinnar, sem horfa má á efst í fréttinni, brotnuðu meðal annars rúður. „Það eru mikil læti sem fylgja þessu þegar það fer svona rúða og veggur úr húsinu,“ segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi Fiskbúðarinnar Hafberg. Hann segir engum hafa orðið meint af. Setið hafi þó verið á borðum rétt hjá glugganum sem ekið var inn um. „Þetta hefði getað farið verr,“ segir Geir.Fólk sat skammt frá þar sem bílnum var ekið inn í búðina.Vísir/SigurjónÞetta er í þriðja sinn sem ekið er inn í búðina hans Geirs. „Ég hef lent í þessu tvívegis áður og það er skemmtilegt að segja það að í fyrra skiptið þá kom eldri maður og keyrði í gegn. Það var reyndar bara hinn glugginn þá. Hann keyrði alveg að kæliborðinu, opnaði hurðina, labbar að afgreiðsluborðinu og segir svo ég ætla að fá þrjár kinnar og hálft kíló af gellum. Hann var ekkert að átta sig á að hann hafi keyrt inn í verslunina. Hann hélt að hann væri bara í stæðinu,“ segir Geir. Aðspurður hvort hann sé ótrúlega óheppinn segir Geir að hann voni að þetta hafi verið í síðasta sinn sem bíl sé ekið inn í búðina. „Allt er þegar þrennt er. Þetta er bara búið,“ segir Geir. Samgönguslys Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið inn í fiskbúð í Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem bíl er ekið inn í búðina. Viðskiptavinum og starfsfólki fiskbúðarinnar Hafberg var verulega brugðið þegar bíl var ekið í gengum glugga búðarinnar á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndbandi úr öryggismyndavél búðarinnar, sem horfa má á efst í fréttinni, brotnuðu meðal annars rúður. „Það eru mikil læti sem fylgja þessu þegar það fer svona rúða og veggur úr húsinu,“ segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi Fiskbúðarinnar Hafberg. Hann segir engum hafa orðið meint af. Setið hafi þó verið á borðum rétt hjá glugganum sem ekið var inn um. „Þetta hefði getað farið verr,“ segir Geir.Fólk sat skammt frá þar sem bílnum var ekið inn í búðina.Vísir/SigurjónÞetta er í þriðja sinn sem ekið er inn í búðina hans Geirs. „Ég hef lent í þessu tvívegis áður og það er skemmtilegt að segja það að í fyrra skiptið þá kom eldri maður og keyrði í gegn. Það var reyndar bara hinn glugginn þá. Hann keyrði alveg að kæliborðinu, opnaði hurðina, labbar að afgreiðsluborðinu og segir svo ég ætla að fá þrjár kinnar og hálft kíló af gellum. Hann var ekkert að átta sig á að hann hafi keyrt inn í verslunina. Hann hélt að hann væri bara í stæðinu,“ segir Geir. Aðspurður hvort hann sé ótrúlega óheppinn segir Geir að hann voni að þetta hafi verið í síðasta sinn sem bíl sé ekið inn í búðina. „Allt er þegar þrennt er. Þetta er bara búið,“ segir Geir.
Samgönguslys Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira