Forseti borgarstjórnar vill bjórkæli í búðina Ari Brynjólfsson skrifar 6. júní 2019 07:15 Dóra Björt Guðjónsdóttir, hér fyrir miðri mynd, er forseti borgarstjórnar. fréttablaðið/anton brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, skorar á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja aftur kæla í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007 að ósk Vilhjálms Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra. Líkt og greint var frá í gær var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um að afnema einokunarverslun ríkisins ekki afgreidd og var hún í kjölfar tillögu borgarstjóra send til umsagnar. „Á meðan við ræddum málið í marga klukkutíma á síðasta borgarstjórnarfundi mundi ég eftir því þegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins ákvað að taka út kæla úr Vínbúðinni í Austurstræti og banna sölu stakra bjóra. Til þess þá að reyna að bola heimilislausu fólki með margþættan vanda í burtu af Austurvelli, eins og þú losnir allt í einu við áfengisvanda með því að bjóðast ekki lengur kaldur, áfengur drykkur. Tel ég þetta því vera magnaða skammsýni sem kemur svo bara niður á öllum á svæðinu,“ segir Dóra Björt. „Neyslustýring hefur oft ekki tilætluð áhrif. Mér finnst, byggt á mínum frjálslyndis- og umburðarlyndishugsjónum, að við eigum frekar að hjálpa og styðja við fólk en að stjórna því. Við eigum ekki að hafa alltaf áhyggjur af því að fólk vilji njóta lífsins.“ Sigrún Ósk Sig urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir núverandi húsnæði ekki bjóða upp á stóran kæli sem hægt væri að ganga inn í. Í dag sé aðeins að finna kæliskáp í versluninni í Kringlunni. Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig þar sem ekki hefði borist formlegt erindi. Fram kemur í nýrri könnun Maskínu að aldrei hafi jafn margir Íslendingar verið hlynntir sölu áfengis í einkareknum verslunum, 44 prósent eru því hlynnt en 40 prósent á móti. „Við þurfum að láta af þessari forræðishyggju og átta okkur á því að Íslendingar eru orðnir frjálslyndari og afslappaðri, því vil ég skora á ÁTVR að setja inn aftur kælana í Vínbúðina í Austurstræti. Þannig getur fólk á þessu svæði notið áfengis með litlum fyrirvara, frekar en að þurfa að fara inn á bari og kaupa áfengi dýrum dómum eða drekka hlandvolgan bjór.“ Dóra Björt studdi tillöguna sjálf, það gerðu einnig aðrir Píratar, borgarfulltrúar Viðreisnar og tveir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örn Þórðarson, var á móti. Málið mætti einnig andstöðu hjá öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokki fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Dóra Björt segir það skjóta skökku við að Sjálfstæðismenn séu að setja þetta mál á dagskrá í borgarstjórn þegar þeir séu í ríkisstjórn. „Ég skil ekki alveg þennan skyndilega ákafa Sjálfstæðismanna í þessu máli þó ég styðji það. Þetta er flokkur sem hefur verið við völd á þingi í áratugi en samt hefur málið aldrei farið í aðra umræðu á þinginu,“ segir forseti borgarstjórnar.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira