Ferðamenn hvattir til þess að drekka kranavatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 08:10 Bareigandinn, danskennarinn og ljósmyndarinn George Leite tekur þátt í herferðinni. íslandsstofa Ferðamenn sem koma hingað til lands eru hvattir til þess að drekka kranavatn og draga úr plastnotkun í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu en í henni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn“ sem finna má ókeypis í næsta krana um land allt. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum. Fáar þjóðir hafa jafn gott aðgengi að vatni eins og Íslendingar. Íslenska vatnið er einnig sérstakt að því leyti að 98% af því er ómeðhöndlað grunnvatn og mælingar sýna að óæskileg efni eru langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Neysluvatn á Íslandi er alls staðar talið hreint og öruggt til neyslu og erlendir ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri staðreynd,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Þar er jafnframt haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að það sé ánægjulegt að geta boðið ferðamönnum upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið er. „Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að í verkefninu felist mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota frekar margnota flöskur sem fylla má með kranavatni. „Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00 Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30 Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands eru hvattir til þess að drekka kranavatn og draga úr plastnotkun í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu en í henni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn“ sem finna má ókeypis í næsta krana um land allt. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum. Fáar þjóðir hafa jafn gott aðgengi að vatni eins og Íslendingar. Íslenska vatnið er einnig sérstakt að því leyti að 98% af því er ómeðhöndlað grunnvatn og mælingar sýna að óæskileg efni eru langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Neysluvatn á Íslandi er alls staðar talið hreint og öruggt til neyslu og erlendir ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri staðreynd,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Þar er jafnframt haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að það sé ánægjulegt að geta boðið ferðamönnum upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið er. „Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að í verkefninu felist mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota frekar margnota flöskur sem fylla má með kranavatni. „Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00 Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30 Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00
Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30
Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15