Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2019 12:50 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, virðist eiga í stökustu vandræðum með að koma fjármálaáætlun í gegnum ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm „Það er ekki einu sinni búið að boða okkur á fund fjárlaganefndar,“ segir Inga Sæland 2. varaformaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir enn. Þingmenn sem Vísir hefur rætt við segja þetta fordæmalaust, ekki sé hægt að slíta þinginu áður en hún hefur verið afgreidd. Inga Sæland telur einsýnt að stjórnin sé í bullandi vandræðum með að hnoða áætlun saman. Þann vanda megi að einhverju leyti rekja til mismunandi áherslna stjórnarflokkanna, þá Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.Erfiður niðurskurður fyrirliggjandi „Miðað við hvað þessi fjárlagastefna fékk harkaleg viðbrögð; sýndi að milli þessarar fjárlagastefnu og þeirrar sem er í gildi er 20 milljarða samdráttur samtals á þessum fimm árum, frá því sem gert var ráð fyrir. Þar af 8 milljarðar beint sem draga á til baka sem ætlaðir voru í málefni öryrkja,“ segir Inga. Hún segist hafa heyrt af því að ekki einu sinni fólk í ráðherraliðinu hafi verið upplýstir um þetta, sem hlýtur að vera ávísun á glundroða innan ríkisstjórnarinnar.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, furðar sig á því að ekki sé búið að boða til fundar í fjárlaganefnd vegna fjárhagsáætlunar sem hlýtur að þurfa þinglega meðferð.Vísir/vilhelmInga bendir sérstaklega í umsögn fjármálaráðs í þessu sambandi. Þar er um óháð ráð að ræða sem telur að breytingar í hagþróun, eins og þær birtast í nýjustu spá Hagstofu Íslands, nægi ekki einar og sér sem fullgilt tilefni til endurskoðunar gildandi fjármálastefnu, eins og þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra geri ráð fyrir. „Hins vegar eru merki um að samdrátturinn gæti jafnvel orðið skarpari og lengri en spáin segir til um. Þannig má ætla að ef stefnan væri ekki endurskoðuð nú gæti slíkt reynst nauðsynlegt í náinni framtíð.Það gæti kallað á sársaukafullar ráðstafanir nú í opinberum fjármálum sem myndu reynast óskynsamlegar eftir á að hyggja og brjóta í bága við grunngildi. Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur,“ segir meðal annars í umsögn fjármálaráðs.Miðflokkurinn með óvænta líflínu fyrir ríkisstjórnina Þeirri kenningu hefur verið fleygt í eyru blaðamanns Vísis að innanbúðarvandi ríkisstjórnarinnar í því sem snýr að fjármálaáætlun valdi því ekki síður að ekki tekst að ljúka þinginu en kröfugerð Miðflokksins og/eða athugasemdir þingmanna Sjálfstæðisflokks við orðalag í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins. „Til að draga athyglina frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar vegna fjármálaáætlunar? Hver veit?“ segir Inga sem telur þetta ekki ósennilegt. „Ef þú ert að koma með eitthvað inn í þinglega meðferð áttu að vera búinn að ganga með málið í gegnum fastanefndina og umsagnaraðilar kost á að gera athugasemdir og fara yfir umsögnina. Við eru ekki enn búin að sjá fjárlagaáætlun í fjárlaganefnd. Þannig að Miðflokkur eða ekki Miðflokkur, ef staðan er raunverulega svona er Sigmundur Davíð að létta af þeim þrýstingi.“Ekki tókst að ná tali af Willum Þór Þórssyni formanni fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
„Það er ekki einu sinni búið að boða okkur á fund fjárlaganefndar,“ segir Inga Sæland 2. varaformaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir enn. Þingmenn sem Vísir hefur rætt við segja þetta fordæmalaust, ekki sé hægt að slíta þinginu áður en hún hefur verið afgreidd. Inga Sæland telur einsýnt að stjórnin sé í bullandi vandræðum með að hnoða áætlun saman. Þann vanda megi að einhverju leyti rekja til mismunandi áherslna stjórnarflokkanna, þá Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.Erfiður niðurskurður fyrirliggjandi „Miðað við hvað þessi fjárlagastefna fékk harkaleg viðbrögð; sýndi að milli þessarar fjárlagastefnu og þeirrar sem er í gildi er 20 milljarða samdráttur samtals á þessum fimm árum, frá því sem gert var ráð fyrir. Þar af 8 milljarðar beint sem draga á til baka sem ætlaðir voru í málefni öryrkja,“ segir Inga. Hún segist hafa heyrt af því að ekki einu sinni fólk í ráðherraliðinu hafi verið upplýstir um þetta, sem hlýtur að vera ávísun á glundroða innan ríkisstjórnarinnar.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, furðar sig á því að ekki sé búið að boða til fundar í fjárlaganefnd vegna fjárhagsáætlunar sem hlýtur að þurfa þinglega meðferð.Vísir/vilhelmInga bendir sérstaklega í umsögn fjármálaráðs í þessu sambandi. Þar er um óháð ráð að ræða sem telur að breytingar í hagþróun, eins og þær birtast í nýjustu spá Hagstofu Íslands, nægi ekki einar og sér sem fullgilt tilefni til endurskoðunar gildandi fjármálastefnu, eins og þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra geri ráð fyrir. „Hins vegar eru merki um að samdrátturinn gæti jafnvel orðið skarpari og lengri en spáin segir til um. Þannig má ætla að ef stefnan væri ekki endurskoðuð nú gæti slíkt reynst nauðsynlegt í náinni framtíð.Það gæti kallað á sársaukafullar ráðstafanir nú í opinberum fjármálum sem myndu reynast óskynsamlegar eftir á að hyggja og brjóta í bága við grunngildi. Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur,“ segir meðal annars í umsögn fjármálaráðs.Miðflokkurinn með óvænta líflínu fyrir ríkisstjórnina Þeirri kenningu hefur verið fleygt í eyru blaðamanns Vísis að innanbúðarvandi ríkisstjórnarinnar í því sem snýr að fjármálaáætlun valdi því ekki síður að ekki tekst að ljúka þinginu en kröfugerð Miðflokksins og/eða athugasemdir þingmanna Sjálfstæðisflokks við orðalag í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins. „Til að draga athyglina frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar vegna fjármálaáætlunar? Hver veit?“ segir Inga sem telur þetta ekki ósennilegt. „Ef þú ert að koma með eitthvað inn í þinglega meðferð áttu að vera búinn að ganga með málið í gegnum fastanefndina og umsagnaraðilar kost á að gera athugasemdir og fara yfir umsögnina. Við eru ekki enn búin að sjá fjárlagaáætlun í fjárlaganefnd. Þannig að Miðflokkur eða ekki Miðflokkur, ef staðan er raunverulega svona er Sigmundur Davíð að létta af þeim þrýstingi.“Ekki tókst að ná tali af Willum Þór Þórssyni formanni fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47
Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15