Samfélagsmiðlar og New York í forgrunni í endurgerð Gossip Girl þáttanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 11:16 Áhorfendur þáttanna Gossip Girl vilja vita hvort einhver úr gamla leikhópnum bregði fyrir í endurgerð þáttanna. Vísir/getty Framleiðendur unglingaþáttanna Gossip Girl, sem fjalla um forríka yfirstéttarkrakka sem keppa um vinsældir og völd í einkaskóla í Manhattan með samfélagsmiðla að vopni, snýr aftur á skjáinn vorið 2020 en í örlítið breyttri mynd og með nýjum leikhópi. Þættirnir fóru í loftið árið 2007 en lokaþáttur Gossip Girl var sýndur 17. desember 2012. „Hin alvitra blaðurskjóða“ er sögumaður þáttanna en bandaríska leikkonan Kristen Bell talar fyrir hana þó að henni bregði aldrei fyrir á skjánum. Þættirnir byggja á samnefndum bókaflokki eftir Cevily von Ziegesaren. Josh Schwartz og Stephanie Savage eru framleiðendur þáttanna og koma aftur að gerð nýju þáttanna. Upprunalegu þættirnir voru sýndir á sjónvarpsstöðinni CW en nýju þættirnir verða sýndir á glænýrri streymisveitu Warner Media en öll Friends-þáttaröðin verður til dæmis sýnd þar á næsta ári.Framleiðendur munu leggja mikla áherslu á samfélagsmiðla í nýju þáttunum. „Hann mun sýna hversu mjög samfélagsmiðlarnir og sjálf borgarmynd New York hefur breyst á þessum árum sem hafa liðið“. Aðstandendur þáttanna hafa ekki viljað greina frá því hvort einhver úr gamla leikhópi Gossip Girl muni bregða fyrir í nýju þáttunum en segja má að Lake Meester, Penn Badgley, Chase Crawford, Blake Lively og Ed Westwick hafi brotist til frægðar með þáttunum.Penn Badgley ásamt mótleikonu sinni Elizabeth Lail og leikaranum John Stamos í þáttunum You.Vísir/gettyBadgley, sem fór með hlutverk Dans Humphrey, vill þó ekki láta bendla sig við nýju þættina og leitar í annars konar hlutverk. Hann gagnrýndi skilaboð þáttanna sem væru skaðleg en á sama tíma „normalíserandi“ þegar hann fór í viðtöl í tengslum við spennuþættina You sem sýndir eru á Netflix. Í þáttunum leikur hann hinn bókhneigða Joe Goldberg sem fær konu á heilann og þróar með sér stórhættulega þráhyggju. Áhorfendur þáttanna hafa lýst upplifun sína af þáttunum sem bæði hrollvekjandi og ruglingslega því illmennið Joe er vitundarmiðja þáttanna. Badgley sagði eftir á að hyggja að ekki væri í raun ekki neinn svakalegur munur á Joe og Humphrey. Samfélagið viðurkenni og á stundum upphefji jafnvel skaðlega hegðun sé hún í nafni ástar. Meester sem fór með hlutverk Blair Waldorf sagði á síðasta ári að hún myndi ekki vilja leika Waldorf aftur þrátt fyrir „einstaka og frábæra lífsreynslu“ við tökur á þáttunum. Blake Lively sem lék Serenu van der Woodsen var þó öllu opnari fyrir hugmyndinni um að leika sitt gamla hlutverk. „Hver veit,“ sagði Lively sem bætti við að þau hefðu öll haft svo gaman af því að vinna saman í New York. Bíó og sjónvarp Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gossip Girl-leikkona gjaldþrota Kelly Rutherford, sem lék í þáttunum Gossip Girl, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hún hefur átt í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sinn sem hefur höggið stór skörð í fjárhag hennar. 27. júní 2013 09:00 Verzlingar munu fá slúðrið beint í símann Verzlunarskólanemar geta i haust nálgast smáforrit sem sendir þeim allt nýjasta slúðrið innan veggja skólans beint í farsímann. 25. júní 2015 13:17 Ed Westwick verður ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Ed Westwick sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Gossip Girl verður ekki ákærður fyrir þrjár nauðganir sem hann var sakaður um í fyrra. 27. júlí 2018 18:47 Tökur á síðustu seríu Gossip Girl hafnar Blake Lively og Leighton Meester voru mynduð á tökustað fyrir sjöttu og jafnframt síðustu seríuna af sjónvarpsþáttunum vinsælu, Gossip Girl 29. ágúst 2012 15:00 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Framleiðendur unglingaþáttanna Gossip Girl, sem fjalla um forríka yfirstéttarkrakka sem keppa um vinsældir og völd í einkaskóla í Manhattan með samfélagsmiðla að vopni, snýr aftur á skjáinn vorið 2020 en í örlítið breyttri mynd og með nýjum leikhópi. Þættirnir fóru í loftið árið 2007 en lokaþáttur Gossip Girl var sýndur 17. desember 2012. „Hin alvitra blaðurskjóða“ er sögumaður þáttanna en bandaríska leikkonan Kristen Bell talar fyrir hana þó að henni bregði aldrei fyrir á skjánum. Þættirnir byggja á samnefndum bókaflokki eftir Cevily von Ziegesaren. Josh Schwartz og Stephanie Savage eru framleiðendur þáttanna og koma aftur að gerð nýju þáttanna. Upprunalegu þættirnir voru sýndir á sjónvarpsstöðinni CW en nýju þættirnir verða sýndir á glænýrri streymisveitu Warner Media en öll Friends-þáttaröðin verður til dæmis sýnd þar á næsta ári.Framleiðendur munu leggja mikla áherslu á samfélagsmiðla í nýju þáttunum. „Hann mun sýna hversu mjög samfélagsmiðlarnir og sjálf borgarmynd New York hefur breyst á þessum árum sem hafa liðið“. Aðstandendur þáttanna hafa ekki viljað greina frá því hvort einhver úr gamla leikhópi Gossip Girl muni bregða fyrir í nýju þáttunum en segja má að Lake Meester, Penn Badgley, Chase Crawford, Blake Lively og Ed Westwick hafi brotist til frægðar með þáttunum.Penn Badgley ásamt mótleikonu sinni Elizabeth Lail og leikaranum John Stamos í þáttunum You.Vísir/gettyBadgley, sem fór með hlutverk Dans Humphrey, vill þó ekki láta bendla sig við nýju þættina og leitar í annars konar hlutverk. Hann gagnrýndi skilaboð þáttanna sem væru skaðleg en á sama tíma „normalíserandi“ þegar hann fór í viðtöl í tengslum við spennuþættina You sem sýndir eru á Netflix. Í þáttunum leikur hann hinn bókhneigða Joe Goldberg sem fær konu á heilann og þróar með sér stórhættulega þráhyggju. Áhorfendur þáttanna hafa lýst upplifun sína af þáttunum sem bæði hrollvekjandi og ruglingslega því illmennið Joe er vitundarmiðja þáttanna. Badgley sagði eftir á að hyggja að ekki væri í raun ekki neinn svakalegur munur á Joe og Humphrey. Samfélagið viðurkenni og á stundum upphefji jafnvel skaðlega hegðun sé hún í nafni ástar. Meester sem fór með hlutverk Blair Waldorf sagði á síðasta ári að hún myndi ekki vilja leika Waldorf aftur þrátt fyrir „einstaka og frábæra lífsreynslu“ við tökur á þáttunum. Blake Lively sem lék Serenu van der Woodsen var þó öllu opnari fyrir hugmyndinni um að leika sitt gamla hlutverk. „Hver veit,“ sagði Lively sem bætti við að þau hefðu öll haft svo gaman af því að vinna saman í New York.
Bíó og sjónvarp Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gossip Girl-leikkona gjaldþrota Kelly Rutherford, sem lék í þáttunum Gossip Girl, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hún hefur átt í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sinn sem hefur höggið stór skörð í fjárhag hennar. 27. júní 2013 09:00 Verzlingar munu fá slúðrið beint í símann Verzlunarskólanemar geta i haust nálgast smáforrit sem sendir þeim allt nýjasta slúðrið innan veggja skólans beint í farsímann. 25. júní 2015 13:17 Ed Westwick verður ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Ed Westwick sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Gossip Girl verður ekki ákærður fyrir þrjár nauðganir sem hann var sakaður um í fyrra. 27. júlí 2018 18:47 Tökur á síðustu seríu Gossip Girl hafnar Blake Lively og Leighton Meester voru mynduð á tökustað fyrir sjöttu og jafnframt síðustu seríuna af sjónvarpsþáttunum vinsælu, Gossip Girl 29. ágúst 2012 15:00 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Gossip Girl-leikkona gjaldþrota Kelly Rutherford, sem lék í þáttunum Gossip Girl, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hún hefur átt í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sinn sem hefur höggið stór skörð í fjárhag hennar. 27. júní 2013 09:00
Verzlingar munu fá slúðrið beint í símann Verzlunarskólanemar geta i haust nálgast smáforrit sem sendir þeim allt nýjasta slúðrið innan veggja skólans beint í farsímann. 25. júní 2015 13:17
Ed Westwick verður ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Ed Westwick sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Gossip Girl verður ekki ákærður fyrir þrjár nauðganir sem hann var sakaður um í fyrra. 27. júlí 2018 18:47
Tökur á síðustu seríu Gossip Girl hafnar Blake Lively og Leighton Meester voru mynduð á tökustað fyrir sjöttu og jafnframt síðustu seríuna af sjónvarpsþáttunum vinsælu, Gossip Girl 29. ágúst 2012 15:00