Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2019 14:41 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Fréttablaðið/pjetur Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra en fram kemur í dómnum að maðurinn og stúlkan höfðu þekkst og átt í talsverðum rafrænum samskiptum. Umrædd atvik átti sér stað er maðurinn sótti stúlkuna eftir að hún bað hann um að kaupa sér sígarettur. Óku þau á afskekktan stað í nágrenni Akureyrar þar sem þau reyktu saman sígarettur. Settust þau síðan í aftursæti bílsins þar sem maðurinn fór að kyssa stúlkuna. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa snert brjóst konunnar og látið hana fróa sér. Maðurinn játaði því að hafa kysst stúlkuna en neitaði því að hann hafi látið hana fróa sér. Var það hins vegar mat dómsins að allt frá því að maðurinn gaf lögregluskýrslu hafi framburður hans um það atriði verið á reiki, en framburður stúlkunnar verið allskýr og trúverðugur um helstu sakaratriði málsins. Var maðurinn því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að mikill dráttur hafi orðið á málinu, en brotið var framið árið 2013 er maðurinn var sautján ára og stúlkan fjórtán ára. „Til þess ber einnig að líta að ákærði játaði, eins og áður er rakið, nær undanbragðalaust hluta verknaðarlýsingar og sakargiftir samkvæmt ákæru, en lýsti einnig yfir iðran vegna þeirrar háttsemi. Þá er hann ungur að árum og var að auki þegar hann framdi brotið aðeins 17 ára og því barn að lögum. Þá ber að áliti dómara að taka sérstakt tillit til þess að mál þetta hefur dregist mjög í meðförum á öllum stigum, sem ákærða verður á engan hátt kennt um.“ Dómsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra en fram kemur í dómnum að maðurinn og stúlkan höfðu þekkst og átt í talsverðum rafrænum samskiptum. Umrædd atvik átti sér stað er maðurinn sótti stúlkuna eftir að hún bað hann um að kaupa sér sígarettur. Óku þau á afskekktan stað í nágrenni Akureyrar þar sem þau reyktu saman sígarettur. Settust þau síðan í aftursæti bílsins þar sem maðurinn fór að kyssa stúlkuna. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa snert brjóst konunnar og látið hana fróa sér. Maðurinn játaði því að hafa kysst stúlkuna en neitaði því að hann hafi látið hana fróa sér. Var það hins vegar mat dómsins að allt frá því að maðurinn gaf lögregluskýrslu hafi framburður hans um það atriði verið á reiki, en framburður stúlkunnar verið allskýr og trúverðugur um helstu sakaratriði málsins. Var maðurinn því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að mikill dráttur hafi orðið á málinu, en brotið var framið árið 2013 er maðurinn var sautján ára og stúlkan fjórtán ára. „Til þess ber einnig að líta að ákærði játaði, eins og áður er rakið, nær undanbragðalaust hluta verknaðarlýsingar og sakargiftir samkvæmt ákæru, en lýsti einnig yfir iðran vegna þeirrar háttsemi. Þá er hann ungur að árum og var að auki þegar hann framdi brotið aðeins 17 ára og því barn að lögum. Þá ber að áliti dómara að taka sérstakt tillit til þess að mál þetta hefur dregist mjög í meðförum á öllum stigum, sem ákærða verður á engan hátt kennt um.“
Dómsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira