Von er á hæðarhrygg yfir landið á morgun og mun víða létta til. Lægðardrag nálgist þó af Grænlandshafi með austanstrekkingsvindi og éljum á suðurhlutanum. Dragið gengur síðan yfir Suður- og Vesturland á sunnudag og snjóar þá með köflum á þeim slóðum, en helst bjart á Norðausturlandi.
Eftir helgi er síðan spáð umhleypingum með úrkomu af ýmsu tagi. Til að mynda er áætlað að hitinn verði í kringum frostmark um miðja næstu viku.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él við sjávarsíðuna. Frost 10 til 22 stig, kaldast í innsveitum nyrðra. Vaxandi austlæg átt með suðurströndinni síðdegis og þykknar upp, lítilsháttar snjókoma þar um kvöldið og dregur úr frosti.
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s og snjókoma á köflum, él við A-ströndina, en hægara og bjartviðri á NA-landi. Áfram talsvert frost, einkum fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustanátt, hvassviðri eða stormur með snjókomu, en síðar talsverðri slyddu og rigningu og ört hlýnandi veðri, en úrkomulítið og kaldara NA-til fram á kvöld.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanhvassviðri og snjókomu eða slyddu fram eftir degi, en síðan mun hægara og slydduél eða skúrir S- og A-til. Hiti kringum forstmark.
Á fimmtudag:
Líklega norðaustlæg átt, él víða á landinu og kólnandi veður.