NFL: Lamar og félagar halda áfram að vinna bestu lið deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 14:00 Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á einu augabragði orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar. Getty/y Rob Carr Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13 NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13
NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira