Jagger hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á þessu, en hann tjáði sig á twitter um málið
I'm so sorry to all our fans in America & Canada with tickets. I really hate letting you down like this.
— Mick Jagger (@MickJagger) March 30, 2019
I'm devastated for having to postpone the tour but I will be working very hard to be back on stage as soon as I can. Once again, huge apologies to everyone.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hljómsveitin neyðist til að fresta tónleikumaf völdum veikinda Jaggers, en þeir þurftu að aflýsa tónleikum í Las Vegas árið 2016 þegar Jagger sýktist af barkabólgu. Hljómsveitin hefur einnig þurft að fresta tónleikum vegna óhappa Keith Richards, gítarleikari hljómsveitarinnar, en það gerðist m.a. árið 1990 þegar hann fékk sýkingu í fingur. Árið 1998 þurfti að fresta tónleikaferð um Evrópu vegna þess að Richards datt úr stiga á heimili sínu. Einnig þurfti hljómsveitin að fresta tónleikum árið 2006 eftir að Richards datt úr kókoshnetutré þegar hann var á ferðalagi.