Tveir Íslendingar fá heilablóðfall á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 19:30 Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira