Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 12:00 Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Mynd/Lalli Kalli Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl.18:30 en tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Jólaþorpið nýtur mikilla vinsælda og leggja margir leið sína í Hafnarfjörðinn til þess að skoða þorpið, versla og njóta skemmtiatriðanna. Jólastemningin er í hámarki á svæðinu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Iðar af lífi og fjöri „Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. „Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.“ Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 - 20:0018:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar18:15 Karlakórinn Þrestir18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar18:40 Björgvin Halldórsson19:00 Auður Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða. Hægt er að kynna sér dagskrána á síðu Jólaþorpsins og á vefnum hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu Jólaþorpsins. Hafnarfjörður Jól Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl.18:30 en tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Jólaþorpið nýtur mikilla vinsælda og leggja margir leið sína í Hafnarfjörðinn til þess að skoða þorpið, versla og njóta skemmtiatriðanna. Jólastemningin er í hámarki á svæðinu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Iðar af lífi og fjöri „Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. „Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.“ Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 - 20:0018:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar18:15 Karlakórinn Þrestir18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar18:40 Björgvin Halldórsson19:00 Auður Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða. Hægt er að kynna sér dagskrána á síðu Jólaþorpsins og á vefnum hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu Jólaþorpsins.
Hafnarfjörður Jól Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning