Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 19:33 Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira