Smjörbirgðir ekki verið meiri í þrjú ár Sveinn Arnarsson skrifar 22. október 2019 06:00 Smjörið virðist vera að hrannast upp hjá MS. Hins vegar þurfa nú að vera nokkuð miklar birgðir til að anna jólaeftirspurninni þegar húsfeður hefja jólabakstur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Smjörbirgðir Mjólkursamsölunnar hafa ekki verið meiri í þrjú ár og eru birgðirnar nú um 650 tonn. Flutt hafa verið út á árinu hundrað tonn af smjöri og í bígerð er að flytja út allt að 200 tonn í viðbót til afsetningar. Formaður Landssambands kúabænda segir þetta gefa til kynna að framleiðsla á mjólk sé eilítið of mikil eins og staðan er í dag. Í yfirliti Pálma Vilhjálmssonar, aðstoðarforstjóra MS, um mjólkurbirgðir sem birtist í svokölluðum mjólkurpósti til bænda kemur fram að smjörbirgðirnar núna séu um 150 tonnum meiri í lok ágúst en á sama tíma árið 2018. Birgðir hafa ekki verið svona miklar síðan í ágústmánuði árið 2016. Það sem af er árinu hafa rúmlega hundrað tonn verið flutt út af smjöri og hafa fengist fyrir það um 490 krónur á hvert kíló til útflutnings. Einnig segir Pálmi í yfirliti sínu að í undirbúningi sé útflutningur á allt að tvö hundruð tonnum af smjöri til viðbótar.Arnar Árnason, formaður landssabands kúabænda„Útflutningur á mjólkurvörum frá Íslandi verður seint til þess að borga sig. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Framleiðslan hér innanlands er heldur yfir þörfum sem nauðsynlegt er á hverjum tíma til þess að við getum verið viss um að geta sinnt okkar heimamarkaði. Útflutningur er fyrst og fremst stundaður til að halda jafnvægi.“ Kílóverð á smjöri er um eitt þúsund krónur út úr búð. Verðið sem hefur fengist fyrir útflutning er hins vegar helmingi lægra, eða tæpar 500 krónur á hvert kíló. „Það er ákveðin útflutningsskylda og við erum að takast á við þá skyldu. Við sjáum á þessari stöðu að það var heillavænlegt af bændum að halda í kvótafyrirkomulagið til þess að missa ekki framleiðsluna út í vitleysu. Það hefði ekki verið til hagsbóta fyrir íslenska bændur að missa framleiðslustýringuna,“ bætir Arnar við. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Matur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Smjörbirgðir Mjólkursamsölunnar hafa ekki verið meiri í þrjú ár og eru birgðirnar nú um 650 tonn. Flutt hafa verið út á árinu hundrað tonn af smjöri og í bígerð er að flytja út allt að 200 tonn í viðbót til afsetningar. Formaður Landssambands kúabænda segir þetta gefa til kynna að framleiðsla á mjólk sé eilítið of mikil eins og staðan er í dag. Í yfirliti Pálma Vilhjálmssonar, aðstoðarforstjóra MS, um mjólkurbirgðir sem birtist í svokölluðum mjólkurpósti til bænda kemur fram að smjörbirgðirnar núna séu um 150 tonnum meiri í lok ágúst en á sama tíma árið 2018. Birgðir hafa ekki verið svona miklar síðan í ágústmánuði árið 2016. Það sem af er árinu hafa rúmlega hundrað tonn verið flutt út af smjöri og hafa fengist fyrir það um 490 krónur á hvert kíló til útflutnings. Einnig segir Pálmi í yfirliti sínu að í undirbúningi sé útflutningur á allt að tvö hundruð tonnum af smjöri til viðbótar.Arnar Árnason, formaður landssabands kúabænda„Útflutningur á mjólkurvörum frá Íslandi verður seint til þess að borga sig. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Framleiðslan hér innanlands er heldur yfir þörfum sem nauðsynlegt er á hverjum tíma til þess að við getum verið viss um að geta sinnt okkar heimamarkaði. Útflutningur er fyrst og fremst stundaður til að halda jafnvægi.“ Kílóverð á smjöri er um eitt þúsund krónur út úr búð. Verðið sem hefur fengist fyrir útflutning er hins vegar helmingi lægra, eða tæpar 500 krónur á hvert kíló. „Það er ákveðin útflutningsskylda og við erum að takast á við þá skyldu. Við sjáum á þessari stöðu að það var heillavænlegt af bændum að halda í kvótafyrirkomulagið til þess að missa ekki framleiðsluna út í vitleysu. Það hefði ekki verið til hagsbóta fyrir íslenska bændur að missa framleiðslustýringuna,“ bætir Arnar við.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Matur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira