Guardian segir verk Ragnars Kjartanssonar besta listaverk 21. aldarinnar Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2019 07:48 Ragnar Kjartansson í baði í verkinu The Visitors. i8/Luhring Augustine The Visitors, myndbandsinnsetning listamannsins Ragnars Kjartanssonar frá 2012, er talið vera besta listaverk 21. aldarinnar að mati blaðamanna breska blaðsins Guardian. Síðustu daga hefur Guardian birt lista yfir bestu plötur 21. aldarinnar að mati blaðamanna blaðsins, bestu kvikmyndir, teikningar, klassísk listaverk, auk fleiri flokka. Í morgun birtist svo listinn yfir 25 bestu listaverk aldarinnar. Ragnar er ekki eini Íslendingurinn á listanum en The Weather Project eftir Ólaf Elíasson skipar 11. sæti listans. Á listanum má einnig finna verk Jeremy Deller, Ai Weiwei, Steve McQueen og Pussy Riot. Verkið The Visitors er myndbandsinnsetning sem sýnir Ragnar og vini félaga hans hittast og spila tónlist á Rokeby Farm í New York, Þar má meðal annars sjá liðsmenn Sigur Rósar og fleiri syngja og spila lag með texta eftir fyrrverandi konu Ragnars, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Ragnar og Davíð Þór Jónsson sömdu lagið sem er sagt taka á „sameiginlegum ósigri“ hjónabandsins. Í verkinu eru notast við níu rásir og syngur fólkið mismunandi hluta lagsins, sem er endurtekið aftur og aftur í rúma klukkustund. Greint var frá því árið 2013 að verkið, öll sex eintökin sem til voru, hafi verið selt á rúmlega 80 milljónir króna árið 2013. Meðal kaupenda voru MoMA í New York og Micro-safnið í Zürich. Íslendingar erlendis Myndlist Tengdar fréttir Fimm af frægustu gjörningum Ragnars Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. 8. maí 2013 12:00 Allir listamenn eru konur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. 30. nóvember 2013 10:00 Ragnar seldi öll verkin af The Visitors á rúmlega 80 milljónir Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur selt öll sex eintökin af listaverkinu The Visitors en nokkur af virtustu listasöfnum heims festu kaup á verkunum. 4. desember 2013 23:23 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
The Visitors, myndbandsinnsetning listamannsins Ragnars Kjartanssonar frá 2012, er talið vera besta listaverk 21. aldarinnar að mati blaðamanna breska blaðsins Guardian. Síðustu daga hefur Guardian birt lista yfir bestu plötur 21. aldarinnar að mati blaðamanna blaðsins, bestu kvikmyndir, teikningar, klassísk listaverk, auk fleiri flokka. Í morgun birtist svo listinn yfir 25 bestu listaverk aldarinnar. Ragnar er ekki eini Íslendingurinn á listanum en The Weather Project eftir Ólaf Elíasson skipar 11. sæti listans. Á listanum má einnig finna verk Jeremy Deller, Ai Weiwei, Steve McQueen og Pussy Riot. Verkið The Visitors er myndbandsinnsetning sem sýnir Ragnar og vini félaga hans hittast og spila tónlist á Rokeby Farm í New York, Þar má meðal annars sjá liðsmenn Sigur Rósar og fleiri syngja og spila lag með texta eftir fyrrverandi konu Ragnars, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Ragnar og Davíð Þór Jónsson sömdu lagið sem er sagt taka á „sameiginlegum ósigri“ hjónabandsins. Í verkinu eru notast við níu rásir og syngur fólkið mismunandi hluta lagsins, sem er endurtekið aftur og aftur í rúma klukkustund. Greint var frá því árið 2013 að verkið, öll sex eintökin sem til voru, hafi verið selt á rúmlega 80 milljónir króna árið 2013. Meðal kaupenda voru MoMA í New York og Micro-safnið í Zürich.
Íslendingar erlendis Myndlist Tengdar fréttir Fimm af frægustu gjörningum Ragnars Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. 8. maí 2013 12:00 Allir listamenn eru konur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. 30. nóvember 2013 10:00 Ragnar seldi öll verkin af The Visitors á rúmlega 80 milljónir Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur selt öll sex eintökin af listaverkinu The Visitors en nokkur af virtustu listasöfnum heims festu kaup á verkunum. 4. desember 2013 23:23 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fimm af frægustu gjörningum Ragnars Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. 8. maí 2013 12:00
Allir listamenn eru konur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. 30. nóvember 2013 10:00
Ragnar seldi öll verkin af The Visitors á rúmlega 80 milljónir Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur selt öll sex eintökin af listaverkinu The Visitors en nokkur af virtustu listasöfnum heims festu kaup á verkunum. 4. desember 2013 23:23