Veturinn hvergi farinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2019 07:11 Líkur eru til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn. Vísir/vilhelm Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið. Að sögn veðurfræðings heilsar dagurinn í dag þó með suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi. „Í staðbundnum vindstrengjum nær vindur sér betur á strik og nú mælist stormur á nokkrum stöðum norðanlands. Á austanverðu landinu er léttskýjað og má búast við sólríkum degi þar. Einhver smávegis væta er enn að gera vart við sig vestan megin á landinu, en það styttir upp að mestu þegar líður á daginn og einnig dregur úr vindi smám saman,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofunni nú í morgunsárið. Hitinn í dag verður á bilinu 2 til 7 stig en það mun kólna með kvöldinu. Lægð sem nú er stödd yfir Nýfundnalandi mun dýpka og nálgast okkur „hratt og örugglega.“ Hún mun stýra veðrinu á landinu í nótt og á morgun, með hvassviðri og rigningu eða slyddu. Það snýst svo í suðvestan hvassviðri á morgun, jafnvel storm með snjóéljum og kólnandi veðri. „Ef við gægjumst lengra fram í tímann, þá er áfram búist við suðvestanátt á fimmtudaginn. Vindurinn gefur eftir og verður víða strekkingur að styrk, en hins vegar eru líkur til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn,“ segir veðurfræðingurinn. Þá er útlit fyrir hægari vind og úrkomuminna veður á föstudag og laugardag. Hins vegar er kuldi í kortunum þessa daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Sunnan 13-20 m/s framan af degi og rigning eða slydda, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Vestlægari síðdegis með éljum og kólnar í veðri.Á fimmtudag:Suðvestan 10-15 og éljagangur, en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki.Á föstudag:Norðvestan 3-8, en 8-13 austanlands. Él um landið norðanvert, en víða bjart í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Hægviðri og léttskýjað um kvöldið og herðir á frosti.Á laugardag:Hæg breytileg átt og víða bjart framan af degi. Gengur í suðvestan 8-13 seinnpartinn með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Minnkandi frost.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestanátt með úrkomu og hita kringum frostmark, en þurrt norðaustantil á landinu.Á mánudag:Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost um mestallt land. Veður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið. Að sögn veðurfræðings heilsar dagurinn í dag þó með suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi. „Í staðbundnum vindstrengjum nær vindur sér betur á strik og nú mælist stormur á nokkrum stöðum norðanlands. Á austanverðu landinu er léttskýjað og má búast við sólríkum degi þar. Einhver smávegis væta er enn að gera vart við sig vestan megin á landinu, en það styttir upp að mestu þegar líður á daginn og einnig dregur úr vindi smám saman,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofunni nú í morgunsárið. Hitinn í dag verður á bilinu 2 til 7 stig en það mun kólna með kvöldinu. Lægð sem nú er stödd yfir Nýfundnalandi mun dýpka og nálgast okkur „hratt og örugglega.“ Hún mun stýra veðrinu á landinu í nótt og á morgun, með hvassviðri og rigningu eða slyddu. Það snýst svo í suðvestan hvassviðri á morgun, jafnvel storm með snjóéljum og kólnandi veðri. „Ef við gægjumst lengra fram í tímann, þá er áfram búist við suðvestanátt á fimmtudaginn. Vindurinn gefur eftir og verður víða strekkingur að styrk, en hins vegar eru líkur til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn,“ segir veðurfræðingurinn. Þá er útlit fyrir hægari vind og úrkomuminna veður á föstudag og laugardag. Hins vegar er kuldi í kortunum þessa daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Sunnan 13-20 m/s framan af degi og rigning eða slydda, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Vestlægari síðdegis með éljum og kólnar í veðri.Á fimmtudag:Suðvestan 10-15 og éljagangur, en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki.Á föstudag:Norðvestan 3-8, en 8-13 austanlands. Él um landið norðanvert, en víða bjart í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Hægviðri og léttskýjað um kvöldið og herðir á frosti.Á laugardag:Hæg breytileg átt og víða bjart framan af degi. Gengur í suðvestan 8-13 seinnpartinn með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Minnkandi frost.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestanátt með úrkomu og hita kringum frostmark, en þurrt norðaustantil á landinu.Á mánudag:Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost um mestallt land.
Veður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira