Family Guy hverfur frá bröndurum um hinsegin fólk Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 13:30 Griffin-fjölskyldan hefur notið mikilla vinsælda undanfarna tvo áratugi. IMDB Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein