Háþrýstimetið í júní slegið Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2019 13:17 Guðmundarlundur í Kópavogi. Höfuðborgarbúar mega enn búast við því að sólin skíni glatt á réttláta sem rangláta. visir/vilhelm Trausti Jónsson veðurfræðingur segir sólarsyrpuna miklu halda áfram á Suður- og Vesturlandi samhliða því sem hann greinir frá því að nýtt háþrýstimet júnímánaðar liggi fyrir. „Á miðnætti (að kvöldi 11.júní) mældist loftþrýstingur á Reykjavíkurflugvelli 1040,6 hPa. Svo hár þrýstingur hefur aldrei mælst hér á landi í júnímánuði. Gamla metið, sett í Stykkishólmi 21. júní 1939 var 1040,4 hPa. Munurinn er sannarlega ómarktækur, en nýja talan verður trúlega staðfest sem nýtt met - fari þrýstingur ekki enn hærra á vellinum eða á einhverri annarri löglegri stöð í nótt,“ skrifar Trausti á blogg sitt, sem margir áhugamenn um veður fylgjast með.Veisla fyrir veðurnörda Trausti bendir á að vert sé að hafa í huga að nú á dögum, þegar athuganir eru þéttari í tíma og rúmi, sé ívið líklegra að met falli en fyrr á tímum. „Að vísu var landið allvel þakið þrýstiathugunum þegar gamla metið var sett 1939, en hvergi var þá athugað að næturlagi. Hefði það verið gert er hugsanlegt að enn hærri tala hefði sést. Venjulega var reynt að leita útgildi uppi á þrýstisíritum - en betur var leitað að lægstu gildum heldur en þeim hæstu. Þetta þykir veðurnördum afskaplega merkilegt - þó minni athygli veki en hita- eða úrkomumet.“Trausti Jónsson, veðurfræðingur.VísirÞegar háþrýstimetið var sett í Stykkishólmi var Íslandshitamet sett á Teigarhorni, sem enn stendur, 30,5 stig. „Sama dag mældist hiti 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri. Um þessi hitamet var fjallað í pistli hungurdiska 21. ágúst 2018,“ segir Trausti sem er manna fróðastur um sögu veðurfars á Íslandi.Sólskinssyrpan mikla heldur áfram Trausti segir að loftið yfir landinu á morgun verði 3 til 4 stigum kaldara í neðri hluta veðurhvolfs en var 1939, líkur á nýju hitameti eru því ekki miklar en veðurlag ekki ósvipað. Og svo áfram sé vitnað í Trausta:Sólskinssyrpan mikla heldur áfram á Suður- og Vesturlandi, sólskinsstundafjöldi í Reykjavík í mánuðinum kominn í 171,3 stundir, 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga. Það var 1924. Þá segir Trausti jafnframt að sólskinsstundafjöldinn sé kominn upp fyrir meðalsólarstundafjölda í júní í Reykjavík 1961-1990 (161,3 stundir) og einnig yfir meðalsólskinsstundafjölda júnímánaðar alls síðustu tíu árin (170,5 stundir). „Langt er þó enn til mánaðamóta og mánaðarsólarmeta, þar trónir júní 1928 á toppnum með 338,3 stundir - enn vantar 167 stundir upp á þá tölu.“ Og víst er að ekki eru það eingöngu veðurfræðingar og veðurnördar sem fylgjast með veðrinu. Í þessum orðum rituðum liggur fyrir að veðurvefur Veðurstofu Íslands, veður.is, liggur niðri. Veður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir sólarsyrpuna miklu halda áfram á Suður- og Vesturlandi samhliða því sem hann greinir frá því að nýtt háþrýstimet júnímánaðar liggi fyrir. „Á miðnætti (að kvöldi 11.júní) mældist loftþrýstingur á Reykjavíkurflugvelli 1040,6 hPa. Svo hár þrýstingur hefur aldrei mælst hér á landi í júnímánuði. Gamla metið, sett í Stykkishólmi 21. júní 1939 var 1040,4 hPa. Munurinn er sannarlega ómarktækur, en nýja talan verður trúlega staðfest sem nýtt met - fari þrýstingur ekki enn hærra á vellinum eða á einhverri annarri löglegri stöð í nótt,“ skrifar Trausti á blogg sitt, sem margir áhugamenn um veður fylgjast með.Veisla fyrir veðurnörda Trausti bendir á að vert sé að hafa í huga að nú á dögum, þegar athuganir eru þéttari í tíma og rúmi, sé ívið líklegra að met falli en fyrr á tímum. „Að vísu var landið allvel þakið þrýstiathugunum þegar gamla metið var sett 1939, en hvergi var þá athugað að næturlagi. Hefði það verið gert er hugsanlegt að enn hærri tala hefði sést. Venjulega var reynt að leita útgildi uppi á þrýstisíritum - en betur var leitað að lægstu gildum heldur en þeim hæstu. Þetta þykir veðurnördum afskaplega merkilegt - þó minni athygli veki en hita- eða úrkomumet.“Trausti Jónsson, veðurfræðingur.VísirÞegar háþrýstimetið var sett í Stykkishólmi var Íslandshitamet sett á Teigarhorni, sem enn stendur, 30,5 stig. „Sama dag mældist hiti 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri. Um þessi hitamet var fjallað í pistli hungurdiska 21. ágúst 2018,“ segir Trausti sem er manna fróðastur um sögu veðurfars á Íslandi.Sólskinssyrpan mikla heldur áfram Trausti segir að loftið yfir landinu á morgun verði 3 til 4 stigum kaldara í neðri hluta veðurhvolfs en var 1939, líkur á nýju hitameti eru því ekki miklar en veðurlag ekki ósvipað. Og svo áfram sé vitnað í Trausta:Sólskinssyrpan mikla heldur áfram á Suður- og Vesturlandi, sólskinsstundafjöldi í Reykjavík í mánuðinum kominn í 171,3 stundir, 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga. Það var 1924. Þá segir Trausti jafnframt að sólskinsstundafjöldinn sé kominn upp fyrir meðalsólarstundafjölda í júní í Reykjavík 1961-1990 (161,3 stundir) og einnig yfir meðalsólskinsstundafjölda júnímánaðar alls síðustu tíu árin (170,5 stundir). „Langt er þó enn til mánaðamóta og mánaðarsólarmeta, þar trónir júní 1928 á toppnum með 338,3 stundir - enn vantar 167 stundir upp á þá tölu.“ Og víst er að ekki eru það eingöngu veðurfræðingar og veðurnördar sem fylgjast með veðrinu. Í þessum orðum rituðum liggur fyrir að veðurvefur Veðurstofu Íslands, veður.is, liggur niðri.
Veður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira