Á annað þúsund gestir heimsóttu forsetahjónin á Bessastaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2019 12:30 Guðni og Eliza heilsuðu öllum með handabandi, sem heimsóttu þau á Bessastaði í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid höfðu meira en nóg að gera á menningarnótt, því þau byrjuðu á því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og síðan tóku þau á móti á annað þúsund gestum á opnu húsi á Bessastöðum. Öllum gestum heilsuðu þau með handabandi og þeir sem vildu fengu mynd af sér með þeim. Það var stöðugur straumur gesta á forsetasetrið á Bessastöðum í gær þegar um 1200 manns mættu á opið hús í tilefni af menningarnótt. Guðni og Eliza stóðu á tröppunum í sínum lopapeysum og buðu alla velkomna og tóku í höndina á hverjum og einum, sem sótti þau heim. Fyrr um morguninn hafði Guðni hlaupið hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og Eliza hljóp tíu kílómetra. Guðni var ánægður með hvað margir heimsóttu þau á Bessastaði. „Þetta er náttúrulega aðsetur þjóðhöfðingja Íslands að fornu og nýju. Ætli fólki þyki ekki vænt um að geta litið hérna inn, útlendingum sem koma t.d. hingað finnst þetta afar merkilegt, það bara gaman af því“, segir Guðni og bætti við að þau Eliza hafi reynt að brosa út í bæði þegar gestir fengu mynd af sér með þeim. Stöðugur straumur var að Bessastöðum á opna húsinu í gær frá 13:00 til 16:00.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Auk Bessastaðastofu gafst gestum í gær kostur á að skoða sýnishorn af þeim gjöfum, sem forseta hafa borist, og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð. Hægt var að skoðað alla Bessastaðastofu, sem og móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Þá stóð fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar á hlaði Bessastaða, sem hægt var að skoða, auk þess sem Bessastaðakirkja var opinn gestum og gangandi. Forseti Íslands Garðabær Menningarnótt Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid höfðu meira en nóg að gera á menningarnótt, því þau byrjuðu á því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og síðan tóku þau á móti á annað þúsund gestum á opnu húsi á Bessastöðum. Öllum gestum heilsuðu þau með handabandi og þeir sem vildu fengu mynd af sér með þeim. Það var stöðugur straumur gesta á forsetasetrið á Bessastöðum í gær þegar um 1200 manns mættu á opið hús í tilefni af menningarnótt. Guðni og Eliza stóðu á tröppunum í sínum lopapeysum og buðu alla velkomna og tóku í höndina á hverjum og einum, sem sótti þau heim. Fyrr um morguninn hafði Guðni hlaupið hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og Eliza hljóp tíu kílómetra. Guðni var ánægður með hvað margir heimsóttu þau á Bessastaði. „Þetta er náttúrulega aðsetur þjóðhöfðingja Íslands að fornu og nýju. Ætli fólki þyki ekki vænt um að geta litið hérna inn, útlendingum sem koma t.d. hingað finnst þetta afar merkilegt, það bara gaman af því“, segir Guðni og bætti við að þau Eliza hafi reynt að brosa út í bæði þegar gestir fengu mynd af sér með þeim. Stöðugur straumur var að Bessastöðum á opna húsinu í gær frá 13:00 til 16:00.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Auk Bessastaðastofu gafst gestum í gær kostur á að skoða sýnishorn af þeim gjöfum, sem forseta hafa borist, og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð. Hægt var að skoðað alla Bessastaðastofu, sem og móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Þá stóð fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar á hlaði Bessastaða, sem hægt var að skoða, auk þess sem Bessastaðakirkja var opinn gestum og gangandi.
Forseti Íslands Garðabær Menningarnótt Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira