Hægt að rannsaka handritin á nýjan hátt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 06:15 Guðrún Nordal, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Björn Bjarnason undirrita samstarfsyfirlýsingu. Mynd/Guðlaugur Óskarsson Síðastliðinn fimmtudag var undirrituð samstarfsyfirlýsing stjórnvalda, Stofnunar Árna Magnússonar og Snorrastofu um rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, var upphafsmaður að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður 35 milljónum króna á ári varið í verkefnið sem stendur yfir frá 2020 til 2025. Undir hana rituðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem og Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. Björn segir að verkefnið sé tvíþætt, annars vegar fornleifarannsóknir og hins vegar rannsóknir á handritunum sjálfum. Segir hann áhersluna verða lagða á fjóra staði, Odda á Rangárvöllum, Reykholt í Borgarfirði, Staðarhól í Dölum og Þingeyraklaustur í Húnaþingi. „Þetta hefur ekki verið rannsakað áður og því er ástæða til þess að gera þetta á þennan veg,“ segir Björn. „Þeir staðir sem rannsakaðir verða eru þeir sem talið er að handritin hafi verið rituð á. Með uppgreftrinum verður leitast við að finna eitthvað sem getur staðfest ritun þessara sagna.“ Þó að áherslan sé á þessa tilteknu staði er ekki loku fyrir það skotið að aðrir verði skoðaðir. Þegar hafi farið fram rannsóknir í Viðey og Björn segir að einnig yrði spennandi að rannsaka Helgafellsklaustur á Snæfellsnesi. Leitast verður við að komast að því hvað handritin þýða fyrir okkur Íslendinga og heimsmenninguna. Hvaða áhrif skrifin höfðu, hvernig þau voru unnin og hvers vegna þau voru stunduð hér á Íslandi. „Tæknin er orðin slík að hægt er að greina skinn og hvaðan það kemur,“ segir Björn. „Hægt er að sjá hvaða gras kálfurinn beit. Einnig er hægt að greina blekið, litinn og fleira. Þessir þættir hafa ekki verið rannsakaðir til hlítar.“ Björn segir að fræðimenn séu betur fallnir til þess að svara því hvað muni koma út úr þessu verkefni. En ef við vissum nákvæmlega hverju þetta skilaði væri óþarfi að fara af stað. „Oft er það raunin að rannsóknir leiða fólk á annan stað en upphaflega var talið,“ segir hann. Björn segir hugmyndina að verkefninu hafa verið á döfinni á þessu ári. Tengist það bæði 75 ára afmæli lýðveldisins og byggingu húss íslenskra fræða. Verkefni verða auglýst af sérstakri fagnefnd sem Guðrún Nordal verður í forystu fyrir. Snorrastofa sér um framkvæmdina og þar verður haldið utan um verkefnið. „Á Snorrastofu er reynslumikið fólk sem hefur tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum af ýmsu tagi er snerta miðaldamenninguna,“ segir hann. Áður en hugmyndin var borin upp fyrir ráðherra sömdu Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, og Friðrik Erlingsson rithöfundur greinargerð um verkefnið. Í henni kom fram að höfundar íslenskra fornbókmennta hafi aðallega verið lærðir prestar, munkar og nunnur. Í klaustrum og höfðingjasetrum hafi verið stunduð umfangsmikil bókmenntaframleiðsla frá upphafstíma íslensks ritmáls. Þar segir: „Líklegt er að höfðingjar hafi látið gera fyrir sig bækur, bæði á höfðingjasetrum og í klaustrum, og að klaustrin hafi aflað sér tekna með sama hætti og prentsmiðjur og bókaforlög nútímans, þ.e. með skapandi skrifum, þýðingum og afritun bókmenntaverka samkvæmt pöntun, jafnvel frá útlöndum, eins og Stefán Karlsson handritafræðingur fjallaði um á sínum tíma. Nærtækt er að sjá fyrir sér að bókmenntastarfsemi hafi þróast í meðförum hæfileikaríkra höfunda á ritstofum þessara staða, og að þeir hafi smám saman færst frá kristilegri áherslu til ritunar veraldlegra rita vegna þarfa markaðarins. Í þessum ritstofum hafi því þróast afar merkileg handritamenning, sem vert sé að kanna mun betur en hingað til hefur verið gert.“ Björn segir það ákaflega spennandi viðfangsefni fyrir fræðimenn að sjá hvort hægt sé að staðfesta þetta með rannsóknum. Fornbókmenntirnar séu okkar stærsta menningarframlag. En huga verði að þætti landsbyggðarinnar í þessu samhengi. „Ég tel að sú sýning sem sett verður upp í húsi íslenskra fræða muni varpa nýju ljósi á handritin fyrir almenning,“ segir Björn. „En ég tel mjög mikilvægt að þetta verði einnig tengt við landsbyggðina þar sem þessir dýrgripir voru smíðaðir, ef svo má segja, á sínum tíma. Við Íslendingar vitum að handritin eru okkar merkasta framlag til heimsmenningarinnar og sífellt fleiri eru að átta sig á því.“ Birtist í Fréttablaðinu Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag var undirrituð samstarfsyfirlýsing stjórnvalda, Stofnunar Árna Magnússonar og Snorrastofu um rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, var upphafsmaður að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður 35 milljónum króna á ári varið í verkefnið sem stendur yfir frá 2020 til 2025. Undir hana rituðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem og Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. Björn segir að verkefnið sé tvíþætt, annars vegar fornleifarannsóknir og hins vegar rannsóknir á handritunum sjálfum. Segir hann áhersluna verða lagða á fjóra staði, Odda á Rangárvöllum, Reykholt í Borgarfirði, Staðarhól í Dölum og Þingeyraklaustur í Húnaþingi. „Þetta hefur ekki verið rannsakað áður og því er ástæða til þess að gera þetta á þennan veg,“ segir Björn. „Þeir staðir sem rannsakaðir verða eru þeir sem talið er að handritin hafi verið rituð á. Með uppgreftrinum verður leitast við að finna eitthvað sem getur staðfest ritun þessara sagna.“ Þó að áherslan sé á þessa tilteknu staði er ekki loku fyrir það skotið að aðrir verði skoðaðir. Þegar hafi farið fram rannsóknir í Viðey og Björn segir að einnig yrði spennandi að rannsaka Helgafellsklaustur á Snæfellsnesi. Leitast verður við að komast að því hvað handritin þýða fyrir okkur Íslendinga og heimsmenninguna. Hvaða áhrif skrifin höfðu, hvernig þau voru unnin og hvers vegna þau voru stunduð hér á Íslandi. „Tæknin er orðin slík að hægt er að greina skinn og hvaðan það kemur,“ segir Björn. „Hægt er að sjá hvaða gras kálfurinn beit. Einnig er hægt að greina blekið, litinn og fleira. Þessir þættir hafa ekki verið rannsakaðir til hlítar.“ Björn segir að fræðimenn séu betur fallnir til þess að svara því hvað muni koma út úr þessu verkefni. En ef við vissum nákvæmlega hverju þetta skilaði væri óþarfi að fara af stað. „Oft er það raunin að rannsóknir leiða fólk á annan stað en upphaflega var talið,“ segir hann. Björn segir hugmyndina að verkefninu hafa verið á döfinni á þessu ári. Tengist það bæði 75 ára afmæli lýðveldisins og byggingu húss íslenskra fræða. Verkefni verða auglýst af sérstakri fagnefnd sem Guðrún Nordal verður í forystu fyrir. Snorrastofa sér um framkvæmdina og þar verður haldið utan um verkefnið. „Á Snorrastofu er reynslumikið fólk sem hefur tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum af ýmsu tagi er snerta miðaldamenninguna,“ segir hann. Áður en hugmyndin var borin upp fyrir ráðherra sömdu Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, og Friðrik Erlingsson rithöfundur greinargerð um verkefnið. Í henni kom fram að höfundar íslenskra fornbókmennta hafi aðallega verið lærðir prestar, munkar og nunnur. Í klaustrum og höfðingjasetrum hafi verið stunduð umfangsmikil bókmenntaframleiðsla frá upphafstíma íslensks ritmáls. Þar segir: „Líklegt er að höfðingjar hafi látið gera fyrir sig bækur, bæði á höfðingjasetrum og í klaustrum, og að klaustrin hafi aflað sér tekna með sama hætti og prentsmiðjur og bókaforlög nútímans, þ.e. með skapandi skrifum, þýðingum og afritun bókmenntaverka samkvæmt pöntun, jafnvel frá útlöndum, eins og Stefán Karlsson handritafræðingur fjallaði um á sínum tíma. Nærtækt er að sjá fyrir sér að bókmenntastarfsemi hafi þróast í meðförum hæfileikaríkra höfunda á ritstofum þessara staða, og að þeir hafi smám saman færst frá kristilegri áherslu til ritunar veraldlegra rita vegna þarfa markaðarins. Í þessum ritstofum hafi því þróast afar merkileg handritamenning, sem vert sé að kanna mun betur en hingað til hefur verið gert.“ Björn segir það ákaflega spennandi viðfangsefni fyrir fræðimenn að sjá hvort hægt sé að staðfesta þetta með rannsóknum. Fornbókmenntirnar séu okkar stærsta menningarframlag. En huga verði að þætti landsbyggðarinnar í þessu samhengi. „Ég tel að sú sýning sem sett verður upp í húsi íslenskra fræða muni varpa nýju ljósi á handritin fyrir almenning,“ segir Björn. „En ég tel mjög mikilvægt að þetta verði einnig tengt við landsbyggðina þar sem þessir dýrgripir voru smíðaðir, ef svo má segja, á sínum tíma. Við Íslendingar vitum að handritin eru okkar merkasta framlag til heimsmenningarinnar og sífellt fleiri eru að átta sig á því.“
Birtist í Fréttablaðinu Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira