300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á vakt á fyrsta heimaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 23:30 Stuðningsmenn Buffalo Bills liðsins eru líflegir. Getty/ Brett Carlsen Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019 Bandaríkin NFL Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019
Bandaríkin NFL Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira