OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 08:30 Íbúi í Reykjavík kærði Orkuveitu Reykjavíkur til sveitarstjórnarráðuneytisins og hafði betur. Fréttablaðið/Eyþór Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira