Braut gegn stúlku með „afar grófri“ myndsendingu og orðbragði Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:19 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Var honum einnig gert að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar. Hann hafi viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við hana í farsímaskilaboðum og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Var þess krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafði stúlkan manninn einnig um eina milljón króna í miskabætur. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi neitað sök við þingfestingu málsins á þeim forsendum að hann hefði ekki viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við stúlkuna. Hann endurskoðaði þessa afstöðu sína og játaði brot sín skýlaust við þinghald í gær. Með játningunni og öðrum gögnum málsins taldist því sannað að maðurinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Miskabætur til stúlkunnar þóttu hæfilegar 200 þúsund krónur. Litið var til þess að háttsemi mannsins var til þess fallin að valda stúlkunni miska en um „afar grófa myndsendingu og orðbragð“ var að ræða, líkt og segir í dómi. Einnig var horft til þess að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir stúlkuna. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur líkt og áður segir, auk málskostnað upp á rúmar 500 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Var honum einnig gert að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar. Hann hafi viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við hana í farsímaskilaboðum og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Var þess krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafði stúlkan manninn einnig um eina milljón króna í miskabætur. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi neitað sök við þingfestingu málsins á þeim forsendum að hann hefði ekki viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við stúlkuna. Hann endurskoðaði þessa afstöðu sína og játaði brot sín skýlaust við þinghald í gær. Með játningunni og öðrum gögnum málsins taldist því sannað að maðurinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Miskabætur til stúlkunnar þóttu hæfilegar 200 þúsund krónur. Litið var til þess að háttsemi mannsins var til þess fallin að valda stúlkunni miska en um „afar grófa myndsendingu og orðbragð“ var að ræða, líkt og segir í dómi. Einnig var horft til þess að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir stúlkuna. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur líkt og áður segir, auk málskostnað upp á rúmar 500 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira