Ef það er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað Jón Þórisson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Ólafur B. Schram hefur nú gefið út bók með ýmsum sögum sem hann hefur sagt ferðamönnum á leið þeirra um landið. Höpp og glöpp nefnist bók eftir Ólaf B. Schram, sem áratugum saman hefur starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna. Undirtitill bókarinnar, Sjálfshól og svaðilfarir, er ef til vill lýsandi fyrir efnistök Ólafs í bókinni, en í henni eru yfir hundrað sögur af ferðum hans sem leiðsögumanns. Þar eru sagðar sögur af fólki, svaðilförum og spaugilegum atvikum. Þá eru í bókinni einnig frásagnir úr æsku Ólafs, af veru hans í Öræfasveit og fólkinu sem þar bjó. „Svona áttatíu prósent af þeim eiga að kitla hláturtaugarnar,“ segir Ólafur. „En svo eru þarna ýmsar upplýsingar og frásagnir um breytingar á náttúrunni og þess háttar.“ Ólafur segist ekki hafa haldið sögunum til haga um leið og atburðirnir sem hann lýsir gerðust. „Ég er búinn að vera að segja ferðamönnum þessar sögur,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hver saga eigi sinn stað á landinu. „Ég þurfti reyndar að keyra um landið til að muna þær allar.“ Hann segir að hugmyndin um að gefa þessar sögur út á bók sé fremur ný. „Það er búið að vera að róa í mér með þetta. Upphaflega féllst ég á að taka þetta saman fyrir barnabörnin. Svo fór ég birta eitthvað af þessu á Facebook í styttri útgáfu og þetta líkaði vel. Þannig að það má segja að ég hafi verið að byggja upp eftirvæntingu.“ Hann telur bókina höfða til allra. „Það er slegist um bókina þar sem eitt eintak er á heimili,“ segir hann í léttum dúr. Ólafur segir að starf leiðsögumannsins sé að vera eins konar skemmtikraftur öðrum þræði. „Ef það til dæmis er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað. Þá er gott að geta sagt sögur. Þá fer maður að segja frá einhverjum ævintýrum og smám saman slípast þetta til og verður til heilleg saga.“ Hann segir sögurnar vera í frásagnarstíl. „Maður finnur hvernig sagan þarf að vera til að fólkið haldi athyglinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Höpp og glöpp nefnist bók eftir Ólaf B. Schram, sem áratugum saman hefur starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna. Undirtitill bókarinnar, Sjálfshól og svaðilfarir, er ef til vill lýsandi fyrir efnistök Ólafs í bókinni, en í henni eru yfir hundrað sögur af ferðum hans sem leiðsögumanns. Þar eru sagðar sögur af fólki, svaðilförum og spaugilegum atvikum. Þá eru í bókinni einnig frásagnir úr æsku Ólafs, af veru hans í Öræfasveit og fólkinu sem þar bjó. „Svona áttatíu prósent af þeim eiga að kitla hláturtaugarnar,“ segir Ólafur. „En svo eru þarna ýmsar upplýsingar og frásagnir um breytingar á náttúrunni og þess háttar.“ Ólafur segist ekki hafa haldið sögunum til haga um leið og atburðirnir sem hann lýsir gerðust. „Ég er búinn að vera að segja ferðamönnum þessar sögur,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hver saga eigi sinn stað á landinu. „Ég þurfti reyndar að keyra um landið til að muna þær allar.“ Hann segir að hugmyndin um að gefa þessar sögur út á bók sé fremur ný. „Það er búið að vera að róa í mér með þetta. Upphaflega féllst ég á að taka þetta saman fyrir barnabörnin. Svo fór ég birta eitthvað af þessu á Facebook í styttri útgáfu og þetta líkaði vel. Þannig að það má segja að ég hafi verið að byggja upp eftirvæntingu.“ Hann telur bókina höfða til allra. „Það er slegist um bókina þar sem eitt eintak er á heimili,“ segir hann í léttum dúr. Ólafur segir að starf leiðsögumannsins sé að vera eins konar skemmtikraftur öðrum þræði. „Ef það til dæmis er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað. Þá er gott að geta sagt sögur. Þá fer maður að segja frá einhverjum ævintýrum og smám saman slípast þetta til og verður til heilleg saga.“ Hann segir sögurnar vera í frásagnarstíl. „Maður finnur hvernig sagan þarf að vera til að fólkið haldi athyglinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira