Berglind Festival leysti ráðgátuna um manninn á bak við umdeilda Twitter-aðganginn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2019 11:00 Berlind Festival þekkti andlitið. Vísir/GVA/SIGTRYGGUR ARI Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00