„Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. nóvember 2019 18:45 Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels