Áhorfendur komu auga á skjaldkirtilsvandamál Denise Richards Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 13:50 Bandaríska leikkonan Denise Richards er ánægð með að aðdáendur hennar hafi komið auga á mögulegt heilsufarsvandamál. Getty/Bravo Bandaríska leikkonan Denise Richards er afar þakklát fyrir eftirtektarsama áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Real Housewives of Beverly Hills sem tóku eftir því að skjaldkirtill leikkonunnar virtist óeðlilega bólginn og létu í ljós áhyggjur sínar. Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis. Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans. Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn. View this post on InstagramIt’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcare A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT „Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þetta var eitthvað sem ég reyndi að hunsa þar til þið bentuð mér á þetta,“ viðurkennir Richards. Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“ Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville. Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise. Bíó og sjónvarp Heilsa Hollywood Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Bandaríska leikkonan Denise Richards er afar þakklát fyrir eftirtektarsama áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Real Housewives of Beverly Hills sem tóku eftir því að skjaldkirtill leikkonunnar virtist óeðlilega bólginn og létu í ljós áhyggjur sínar. Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis. Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans. Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn. View this post on InstagramIt’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcare A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT „Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þetta var eitthvað sem ég reyndi að hunsa þar til þið bentuð mér á þetta,“ viðurkennir Richards. Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“ Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville. Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise.
Bíó og sjónvarp Heilsa Hollywood Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira