Áhorfendur komu auga á skjaldkirtilsvandamál Denise Richards Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 13:50 Bandaríska leikkonan Denise Richards er ánægð með að aðdáendur hennar hafi komið auga á mögulegt heilsufarsvandamál. Getty/Bravo Bandaríska leikkonan Denise Richards er afar þakklát fyrir eftirtektarsama áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Real Housewives of Beverly Hills sem tóku eftir því að skjaldkirtill leikkonunnar virtist óeðlilega bólginn og létu í ljós áhyggjur sínar. Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis. Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans. Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn. View this post on InstagramIt’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcare A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT „Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þetta var eitthvað sem ég reyndi að hunsa þar til þið bentuð mér á þetta,“ viðurkennir Richards. Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“ Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville. Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise. Bíó og sjónvarp Heilsa Hollywood Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Denise Richards er afar þakklát fyrir eftirtektarsama áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Real Housewives of Beverly Hills sem tóku eftir því að skjaldkirtill leikkonunnar virtist óeðlilega bólginn og létu í ljós áhyggjur sínar. Áhorfendurnir bentu Richards á að skjaldkirtillinn virtist vera mjög bólginn og hvöttu hana til að fara til læknis. Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega á framanverðum hálsinum og er í laginu eins og fiðrildi. Hann hefur margvíslegu hlutverki að gegna fyrir líkamann en hann stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans. Í gær birti Richards síðan færslu á Instagram – þar sem hún segir fylgjendum sínum frá því að hún hefði látið skoða skjaldkirtilinn eftir ábendingarnar og að hann hefði í reynd verið bólginn. View this post on InstagramIt’s amazing to me in a short time eliminating gluten from my diet how much my thyroid has changed. A few of you pointed out after the #RHOBH reunion that my thyroid was enlarged. You were right, it was something I ignored until pointed out. I had no idea how much our diet really can affect our body and for me how toxic gluten really is ... I thank all of you who sent me messages. #selfcare A post shared by Denise Richards (@deniserichards) on Aug 4, 2019 at 1:35pm PDT „Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Þetta var eitthvað sem ég reyndi að hunsa þar til þið bentuð mér á þetta,“ viðurkennir Richards. Á Vísindavefnum kemur fram að skjaldkirtillinn geti bólgnað vegna joð-skorts. Hann getur stækkað bæði ef hann starfar of mikið og of lítið. Þá getur bólgumyndunin einnig verið einkenni ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Hún segist þá vera virkilega hissa á því hversu mikinn árangur hún hafi séð á skjaldkirtlinum með því einu að taka út glúten. „Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið mataræðið hefur áhrif á líkamann og, fyrir minn líkama, hversu eitrað glúten raunverulega er. Bestu þakkir til allra sem skrifuðu mér skilaboð.“ Fyrr á þessu ári þurfti fréttakonan Deborah Norville að fara í skurðaðgerð vegna krabbameins sem fannst í skjaldkirtlinum eftir að áhorfandi fréttaþáttarins Inside Edition kom auga á bólginn skjaldkirtil á Norville. Denise Richards er gift leikaranum Aaron Phypers. Hún á tvær unglingsdætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Charlie Sheen. Richards og Phypers ættleiddu síðan stúlkuna Eloise.
Bíó og sjónvarp Heilsa Hollywood Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira